Sport

Guðbjörg í undanúrslit á EM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðbjörg náði frábærum árangri þrátt fyrir meiðsli í dag
Guðbjörg náði frábærum árangri þrátt fyrir meiðsli í dag mynd/bogfimisamband Íslands
Guðbjörg Reynisdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum EM í bogfimi í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur kemst í undanúrslit á EM eða HM í bogfimi.

Guðbjörg vann Phoebe Rose frá Bretlandi örugglega 63-52 í riðlaúrslitum berboga í U21 kvenna.

Hún mætir Eleonora Meloni frá Ítalíu í undanúrslitunum á morgun.

Guðbjörg náði þessum frábæra árangri þrátt fyrir að hafa snúið sig á ökkla á æfingasvæðinu fyrir leikinn og átti hún erfitt með að labba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×