Sjálfboðaliðar á biðlista Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. október 2019 15:00 "Nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli, það sýna rannsóknir.“ segir Helga Sif. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Verkefnið Frú Ragnheiður er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Það hefur nú verið rekið í tíu ár á höfuðborgarsvæðinu og unnið að því að bæta heilsu vímuefnasjúklinga sem sprauta sig í æð. Það er meðal annars gert með því að keyra um daglega og sinna nálaskiptum og heilsugæslu hjá þessum hópi. Helga Sif Friðjónsdóttir er faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar. Hún er með doktorsgráðu í geðhjúkrun með áherslu á fólk í vímuefna- og geðvanda. „Ég er búin að vera tengd Frú Ragnheiði frá upphafi, tók þátt í að móta hugmyndina og koma verkefninu af stað og er enn að hjálpa til eftir þörfum,“ segir hún. „Svala Jóhannesdóttur er verkefnastýra og nú erum við komin með hjúkrunarfræðing í 100% vinnu sem heitir Elísabet. Ásamt Marín, forstöðumanni hjá Rauða krossinum í Reykjavík, berum við ábyrgð á hinu faglega starfi. En það eru sjálfboðaliðar sem sinna vöktunum á bílnum. Þetta er eitt vinsælasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins. Yfirleitt eru 60-80 á skrá á hverjum tíma og þar er bara eðlileg velta. En nánast alltaf er biðlisti yfir þá sem vilja taka þátt.“ Helga Sif segir þrjá á vakt í einu, hjúkrunarfræðing, bílstjóra og sérþjálfaðan starfsmann í skaðaminnkun fyrir sprautufíkla. „Svo er læknir á bakvakt hjá okkur, hjúkrunarfræðingurinn hefur samband við hann eftir þörfum og við leysum út sýklalyf ef læknirinn telur þörf á þannig meðferð. Svo hjálpumst við öll að við að hjálpa einstaklingunum að muna eftir að taka lyfin og aðstoðum þá þar sem þeir eru staddir, sem getur verið í Konukoti, Gistiskýlinu og víðar.“ Tæplega 40 manns hafa lokið sýklalyfjameðferð hjá Frú Ragnheiði og það telur Helga Sif gott. „Fólk í þessari stöðu dregur svo oft að leita sér hjálpar þar til í óefni er komið. Hópurinn sem við þjónum er jaðarsettur og nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli. Allar rannsóknir sýna að hún er árangursrík leið til að bæta heilsu sjúklingsins.“ Bíll Frú Ragnheiðar ekur um öll kvöld, nema laugardagskvöld, frá 18 til 21. „Við erum með fasta viðkomustaði sem eru skráðir á heimasíðunni okkar. Þar er líka símanúmerið okkar svo fólk getur alltaf hringt og við stoppum þar sem hentar, afhendum þann búnað sem þarf og eigum stuðningssamtöl.“ Helga Sif viðurkennir að það sé merkilegur áfangi að þetta verkefni skuli vera orðið tíu ára. Hún segir það í raun alltaf vera að vaxa. „Fólkið sem sækir til okkar treystir sjálfboðaliðunum og verkefninu í heild.“ Hún kveðst ekki hafa á tilfinningunni að hópurinn sem þarfnast aðstoðar Frú Ragnheiðar hafi stækkað á þessum tíu árum. Hins vegar sé þjónustan að ná til stærri og stærri hluta hans. En ætlar Frú Ragnheiður að halda upp á daginn á morgun? „Já, það er planið. Það verður væntanlega kökuboð, bæði fyrir skjólstæðinga og sjálfboðaliða í höfuðstöðvum Rauða krossins uppi í Efstaleiti,“ svarar Helga Sif og heldur áfram: „Ég er alltaf jafn auðmjúk yfir því hvað við erum með góða sjálfboðaliða. Þeir ganga í allt mögulegt, sækja vörur, sjá um viðhald á bílnum og halda utan um hjúkrunarlagerinn. Hlutverkin eru fjölbreytt og hver og einn leggur fram sína hæfni og krafta.“ Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Verkefnið Frú Ragnheiður er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Það hefur nú verið rekið í tíu ár á höfuðborgarsvæðinu og unnið að því að bæta heilsu vímuefnasjúklinga sem sprauta sig í æð. Það er meðal annars gert með því að keyra um daglega og sinna nálaskiptum og heilsugæslu hjá þessum hópi. Helga Sif Friðjónsdóttir er faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar. Hún er með doktorsgráðu í geðhjúkrun með áherslu á fólk í vímuefna- og geðvanda. „Ég er búin að vera tengd Frú Ragnheiði frá upphafi, tók þátt í að móta hugmyndina og koma verkefninu af stað og er enn að hjálpa til eftir þörfum,“ segir hún. „Svala Jóhannesdóttur er verkefnastýra og nú erum við komin með hjúkrunarfræðing í 100% vinnu sem heitir Elísabet. Ásamt Marín, forstöðumanni hjá Rauða krossinum í Reykjavík, berum við ábyrgð á hinu faglega starfi. En það eru sjálfboðaliðar sem sinna vöktunum á bílnum. Þetta er eitt vinsælasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins. Yfirleitt eru 60-80 á skrá á hverjum tíma og þar er bara eðlileg velta. En nánast alltaf er biðlisti yfir þá sem vilja taka þátt.“ Helga Sif segir þrjá á vakt í einu, hjúkrunarfræðing, bílstjóra og sérþjálfaðan starfsmann í skaðaminnkun fyrir sprautufíkla. „Svo er læknir á bakvakt hjá okkur, hjúkrunarfræðingurinn hefur samband við hann eftir þörfum og við leysum út sýklalyf ef læknirinn telur þörf á þannig meðferð. Svo hjálpumst við öll að við að hjálpa einstaklingunum að muna eftir að taka lyfin og aðstoðum þá þar sem þeir eru staddir, sem getur verið í Konukoti, Gistiskýlinu og víðar.“ Tæplega 40 manns hafa lokið sýklalyfjameðferð hjá Frú Ragnheiði og það telur Helga Sif gott. „Fólk í þessari stöðu dregur svo oft að leita sér hjálpar þar til í óefni er komið. Hópurinn sem við þjónum er jaðarsettur og nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli. Allar rannsóknir sýna að hún er árangursrík leið til að bæta heilsu sjúklingsins.“ Bíll Frú Ragnheiðar ekur um öll kvöld, nema laugardagskvöld, frá 18 til 21. „Við erum með fasta viðkomustaði sem eru skráðir á heimasíðunni okkar. Þar er líka símanúmerið okkar svo fólk getur alltaf hringt og við stoppum þar sem hentar, afhendum þann búnað sem þarf og eigum stuðningssamtöl.“ Helga Sif viðurkennir að það sé merkilegur áfangi að þetta verkefni skuli vera orðið tíu ára. Hún segir það í raun alltaf vera að vaxa. „Fólkið sem sækir til okkar treystir sjálfboðaliðunum og verkefninu í heild.“ Hún kveðst ekki hafa á tilfinningunni að hópurinn sem þarfnast aðstoðar Frú Ragnheiðar hafi stækkað á þessum tíu árum. Hins vegar sé þjónustan að ná til stærri og stærri hluta hans. En ætlar Frú Ragnheiður að halda upp á daginn á morgun? „Já, það er planið. Það verður væntanlega kökuboð, bæði fyrir skjólstæðinga og sjálfboðaliða í höfuðstöðvum Rauða krossins uppi í Efstaleiti,“ svarar Helga Sif og heldur áfram: „Ég er alltaf jafn auðmjúk yfir því hvað við erum með góða sjálfboðaliða. Þeir ganga í allt mögulegt, sækja vörur, sjá um viðhald á bílnum og halda utan um hjúkrunarlagerinn. Hlutverkin eru fjölbreytt og hver og einn leggur fram sína hæfni og krafta.“
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira