Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 14. október 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/samsett Oft þegar ég kaupi föndur þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera við það. Svo, nokkrum mánuðum seinna þá er ég kannski að horfa á Youtube og hugsa „Hey, þetta er flott, ég get notað glasamotturnar sem ég keypti í vor í þetta.“ En þegar var ekki þannig þegar ég sá þessi viðarblóm, þá vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi gera með þau, hvernig ég vildi breyta þeim.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að fjarlægja allt aftan af þeim, segulinn og krókinn. Svo málaði ég þau grá, leyfði því að þorna og þurrburstaði svo yfir með hvítu.Kristbjörg ÓlafsdóttirMér fannst vanta eitthvað pínu meira þannig að ég notaði elsku límbyssuna mína til að festa reipi utan um blöðin á blóminu og hringinn í miðjunni.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg er ábyggilega ekki uppáhalds gestur kaffihúsanna vegna þess að ég ræni alltaf nokkrum svona hræri-stikum þegar ég sest niður og fæ mér te en hey, þær eru ókeypis. Ég festi sem sagt sitt hvora stikuna aftan á sitt hvort blómið með trélími. Þegar þú ætlar að festa tré á tré skaltu alltaf nota trélím. Ég hafði keypt svona plöntumerkis „miða“ í Tiger, málaði hann eins og blómið nema að ég sleppti að fara með hvítu málninguna yfir miðjuna á „miðanum“. Ég átti þessa litlu krúttlegu fötu, skar niður froðuplast og límdi gervimosa ofan á. Ég notaði sama reipið og ég hafði notað utan um blómin og auðvitað límbyssuna og fór nokkrum sinnum utan um fötuna. Svo bjó ég til slaufu og festi með... já, þið höfuð rétt fyrir ykkur, límbyssunni minni. Núna átti ég bara eftir að finna myndir af börnunum mínum, láta í miðjuna á blómunum og „voila“ ég var kominn með blómvönd með uppáhalds blómunum mínum, börnunum, sem endist að eilífu.Kristbjörg ÓlafsdóttirHér að neðan má sjá lokaútkomuna.Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Oft þegar ég kaupi föndur þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera við það. Svo, nokkrum mánuðum seinna þá er ég kannski að horfa á Youtube og hugsa „Hey, þetta er flott, ég get notað glasamotturnar sem ég keypti í vor í þetta.“ En þegar var ekki þannig þegar ég sá þessi viðarblóm, þá vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi gera með þau, hvernig ég vildi breyta þeim.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að fjarlægja allt aftan af þeim, segulinn og krókinn. Svo málaði ég þau grá, leyfði því að þorna og þurrburstaði svo yfir með hvítu.Kristbjörg ÓlafsdóttirMér fannst vanta eitthvað pínu meira þannig að ég notaði elsku límbyssuna mína til að festa reipi utan um blöðin á blóminu og hringinn í miðjunni.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg er ábyggilega ekki uppáhalds gestur kaffihúsanna vegna þess að ég ræni alltaf nokkrum svona hræri-stikum þegar ég sest niður og fæ mér te en hey, þær eru ókeypis. Ég festi sem sagt sitt hvora stikuna aftan á sitt hvort blómið með trélími. Þegar þú ætlar að festa tré á tré skaltu alltaf nota trélím. Ég hafði keypt svona plöntumerkis „miða“ í Tiger, málaði hann eins og blómið nema að ég sleppti að fara með hvítu málninguna yfir miðjuna á „miðanum“. Ég átti þessa litlu krúttlegu fötu, skar niður froðuplast og límdi gervimosa ofan á. Ég notaði sama reipið og ég hafði notað utan um blómin og auðvitað límbyssuna og fór nokkrum sinnum utan um fötuna. Svo bjó ég til slaufu og festi með... já, þið höfuð rétt fyrir ykkur, límbyssunni minni. Núna átti ég bara eftir að finna myndir af börnunum mínum, láta í miðjuna á blómunum og „voila“ ég var kominn með blómvönd með uppáhalds blómunum mínum, börnunum, sem endist að eilífu.Kristbjörg ÓlafsdóttirHér að neðan má sjá lokaútkomuna.Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00