Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 14. október 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/samsett Oft þegar ég kaupi föndur þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera við það. Svo, nokkrum mánuðum seinna þá er ég kannski að horfa á Youtube og hugsa „Hey, þetta er flott, ég get notað glasamotturnar sem ég keypti í vor í þetta.“ En þegar var ekki þannig þegar ég sá þessi viðarblóm, þá vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi gera með þau, hvernig ég vildi breyta þeim.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að fjarlægja allt aftan af þeim, segulinn og krókinn. Svo málaði ég þau grá, leyfði því að þorna og þurrburstaði svo yfir með hvítu.Kristbjörg ÓlafsdóttirMér fannst vanta eitthvað pínu meira þannig að ég notaði elsku límbyssuna mína til að festa reipi utan um blöðin á blóminu og hringinn í miðjunni.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg er ábyggilega ekki uppáhalds gestur kaffihúsanna vegna þess að ég ræni alltaf nokkrum svona hræri-stikum þegar ég sest niður og fæ mér te en hey, þær eru ókeypis. Ég festi sem sagt sitt hvora stikuna aftan á sitt hvort blómið með trélími. Þegar þú ætlar að festa tré á tré skaltu alltaf nota trélím. Ég hafði keypt svona plöntumerkis „miða“ í Tiger, málaði hann eins og blómið nema að ég sleppti að fara með hvítu málninguna yfir miðjuna á „miðanum“. Ég átti þessa litlu krúttlegu fötu, skar niður froðuplast og límdi gervimosa ofan á. Ég notaði sama reipið og ég hafði notað utan um blómin og auðvitað límbyssuna og fór nokkrum sinnum utan um fötuna. Svo bjó ég til slaufu og festi með... já, þið höfuð rétt fyrir ykkur, límbyssunni minni. Núna átti ég bara eftir að finna myndir af börnunum mínum, láta í miðjuna á blómunum og „voila“ ég var kominn með blómvönd með uppáhalds blómunum mínum, börnunum, sem endist að eilífu.Kristbjörg ÓlafsdóttirHér að neðan má sjá lokaútkomuna.Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Oft þegar ég kaupi föndur þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera við það. Svo, nokkrum mánuðum seinna þá er ég kannski að horfa á Youtube og hugsa „Hey, þetta er flott, ég get notað glasamotturnar sem ég keypti í vor í þetta.“ En þegar var ekki þannig þegar ég sá þessi viðarblóm, þá vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi gera með þau, hvernig ég vildi breyta þeim.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að fjarlægja allt aftan af þeim, segulinn og krókinn. Svo málaði ég þau grá, leyfði því að þorna og þurrburstaði svo yfir með hvítu.Kristbjörg ÓlafsdóttirMér fannst vanta eitthvað pínu meira þannig að ég notaði elsku límbyssuna mína til að festa reipi utan um blöðin á blóminu og hringinn í miðjunni.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg er ábyggilega ekki uppáhalds gestur kaffihúsanna vegna þess að ég ræni alltaf nokkrum svona hræri-stikum þegar ég sest niður og fæ mér te en hey, þær eru ókeypis. Ég festi sem sagt sitt hvora stikuna aftan á sitt hvort blómið með trélími. Þegar þú ætlar að festa tré á tré skaltu alltaf nota trélím. Ég hafði keypt svona plöntumerkis „miða“ í Tiger, málaði hann eins og blómið nema að ég sleppti að fara með hvítu málninguna yfir miðjuna á „miðanum“. Ég átti þessa litlu krúttlegu fötu, skar niður froðuplast og límdi gervimosa ofan á. Ég notaði sama reipið og ég hafði notað utan um blómin og auðvitað límbyssuna og fór nokkrum sinnum utan um fötuna. Svo bjó ég til slaufu og festi með... já, þið höfuð rétt fyrir ykkur, límbyssunni minni. Núna átti ég bara eftir að finna myndir af börnunum mínum, láta í miðjuna á blómunum og „voila“ ég var kominn með blómvönd með uppáhalds blómunum mínum, börnunum, sem endist að eilífu.Kristbjörg ÓlafsdóttirHér að neðan má sjá lokaútkomuna.Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00