Enski boltinn

Gylfi: Ekki auðvelt að vera í þessari stöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum gegn Burnley um helgina.
Gylfi í leiknum gegn Burnley um helgina. vísir/getty
Gylfi Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton, segir að leikmenn Everton geti lært af vandræðunum sem liðið var í á síðustu leiktíð.

Everton hefur ekki byrjað vel í enska boltanum og er í fallsæti er átta umferðir eru búnar. Svipuð vandræði voru á Everton á síðustu leiktíð en þeir enduðu svo um miðja deild.

Landsliðsmaðurinn segir að þeir bláklæddu geti lært af síðustu leiktíð og nýtt sér þau erfiði á þessari leiktíð.

„Við getum lært af síðasta ári. Við vorum í erfiðri stöðu og náðum að koma okkur úr þeirri stöðu,“ sagði Gylfi við heimasíðu Everton.

„Þetta er pirrandi og síðustu vikur hafa verið vonbrigði. Andlega er þetta mjög erfitt og það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu.“







„Ég held að við getum bætt úrslitin. Við verðum að standa saman og leggja enn meiri vinnu á okkur,“ sagði Gylfi.

Gylfi verður í eldlínunni á föstudagskvöldið er Ísland mætir Frökkum en Gylfi verður með fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×