Sauma þurfti 38 spor í enni Olivera en ekki 29 eftir olnbogahögg Gunnars Nelson Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2018 10:00 Alex Oliveira var illa farinn eftir bardagann. vísir/getty Alex Olivera, Brasilíumaðurinn sem lærði hvar Davíð keypti ölið í Toronto um síðastliðna helgi þegar að Gunnar Nelson rúllaði honum upp í UFC-búrinu, vill meina að hann hafi ekki tapað fyrir íslenska bardagakappanum á uppgjafartaki. Eftir að Gunnar þrumaði eitruðum olnboga í enni Olivera var blóð úti um allt. Brassinn opnaði sig eftir höggið sem gerði Gunnari kleift að koma örmum utan um háls hans og gera allt klárt fyrir hið svo kallaða Rear naked choke eða hengingartak. Dómarinn stöðvaði bardagann þegar að Olivera sló nokkrum sinnum létt á handlegg Gunnars og var sigurinn skráður með uppgjafartaki sem gerir það að verkum að Gunnar hefur klárað flesta bardaga í sögu veltivigtarinnar með slíkri aðferð. „Hann var vissulega klár með henginguna en ég var á lífi þá. Ég var bara góður. Vandamálið var allt þetta blóð,“ segir Oliveira í viðtali við MMA Fighting en blóðið vægast sagt fossaði út úr enni Brasilíumannsins. „Þegar ég lagði hönd á ennið fann ég allt var opið. Ég sá ekki neitt. Það hefði engu máli skipt ef ég hefði lifað lotuna af því læknirinn hefði aldrei leyft mér að halda áfram.“ Fyrst eftir bardagann bárust fréttir af því að Oliveira, sem verður með vænt ör á enninu um ókomna tíð, hefði þurft að láta sauma 29 spor til að loka sárinu. Það er ekki rétt. Þau voru töluvert fleiri. „38 spor, maður! Það voru saumuð 38 spor. Þetta er bara hluti af leiknum, ekki satt? Olnbogaskotið gjörsamlega breytti þessum bardaga,“ segir Alex Oliveira. MMA Tengdar fréttir Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00 Segir aðalbardaga í London á móti Leon Edwards rétta skrefið fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson vill helst berjast í Lundúnum í mars. 13. desember 2018 13:30 Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Alex Olivera, Brasilíumaðurinn sem lærði hvar Davíð keypti ölið í Toronto um síðastliðna helgi þegar að Gunnar Nelson rúllaði honum upp í UFC-búrinu, vill meina að hann hafi ekki tapað fyrir íslenska bardagakappanum á uppgjafartaki. Eftir að Gunnar þrumaði eitruðum olnboga í enni Olivera var blóð úti um allt. Brassinn opnaði sig eftir höggið sem gerði Gunnari kleift að koma örmum utan um háls hans og gera allt klárt fyrir hið svo kallaða Rear naked choke eða hengingartak. Dómarinn stöðvaði bardagann þegar að Olivera sló nokkrum sinnum létt á handlegg Gunnars og var sigurinn skráður með uppgjafartaki sem gerir það að verkum að Gunnar hefur klárað flesta bardaga í sögu veltivigtarinnar með slíkri aðferð. „Hann var vissulega klár með henginguna en ég var á lífi þá. Ég var bara góður. Vandamálið var allt þetta blóð,“ segir Oliveira í viðtali við MMA Fighting en blóðið vægast sagt fossaði út úr enni Brasilíumannsins. „Þegar ég lagði hönd á ennið fann ég allt var opið. Ég sá ekki neitt. Það hefði engu máli skipt ef ég hefði lifað lotuna af því læknirinn hefði aldrei leyft mér að halda áfram.“ Fyrst eftir bardagann bárust fréttir af því að Oliveira, sem verður með vænt ör á enninu um ókomna tíð, hefði þurft að láta sauma 29 spor til að loka sárinu. Það er ekki rétt. Þau voru töluvert fleiri. „38 spor, maður! Það voru saumuð 38 spor. Þetta er bara hluti af leiknum, ekki satt? Olnbogaskotið gjörsamlega breytti þessum bardaga,“ segir Alex Oliveira.
MMA Tengdar fréttir Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00 Segir aðalbardaga í London á móti Leon Edwards rétta skrefið fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson vill helst berjast í Lundúnum í mars. 13. desember 2018 13:30 Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00
Segir aðalbardaga í London á móti Leon Edwards rétta skrefið fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson vill helst berjast í Lundúnum í mars. 13. desember 2018 13:30
Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00