Sport

Leon: Ég held að Gunni taki Burns

Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar
Leon Edwards.
Leon Edwards.
Bretinn Leon Edwards, sem hafði betur gegn Gunnari Nelson í London í mars, er mættur til Kaupmannahafnar og verður staddur á bardaga Gunnars og Gilbert Burns í kvöld.

„Gilbert er sterkur á flestum sviðum en ég held að Gunnar taki þetta,“ sagði Edwards sem hafði reyndar augljóslega frekar lítið spáð í þessum bardaga.

„Gunnar er mjög góður. Frábær glímumaður og með fínt box.“

Leikáætlun Edwards gekk fullkomlega upp gegn Gunnari í mars en hveru ætti Gunnar að breyta fyrir þennan bardaga?

„Það er erfitt að segja því ég er allt öðruvísi en Gilbert. Það sem hann gerir gerir vel. Gunni þarf að bæta sig á flestum sviðum og halda áfram að verða sterkari. Hann er einn besti gólfglímumaðurinn í UFC og hefur unnið marga bardaga. Ef hann heldur sig við sitt þá vinnur hann.“

Bardagi Gunnars og Burns er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending klukkan 18.00.



Klippa: Leon Edwards um bardaga Gunnars og Burns
MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu Gunnar og Burns á vigtinni

Gunnar Nelson og Gilbert Burns náðu báðir löglegri þyngd er þeir stigu á vigtina í morgun. Bardagi þeirra er því formlega staðfestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×