Eltist við sjaldgæfa fugla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2019 08:45 Sigurjón var að eltast við bláþyril í skógarrjóðri þegar þessi mynd var tekin. Sigurjón Einarsson er í fuglaleiðsögn með ferðamenn þegar ég trufla hann með símhringingu. „Við erum á leið í Grímsnesið og ætlum að finna þar glókoll!“ segir hann brattur. Þar sem glókollur er minnsti fugl í Evrópu vaknar sú spurning hvort það sé ekki eins og að leita að nál í heystakki. „Jú,“ viðurkennir hann. „Auðvitað er aldrei hægt að ganga að neinu vísu þegar kemur að fuglum.“ Í fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar annað kvöld, fimmtudag klukkan 19.30, ætlar Sigurjón að fjalla um helstu fuglategundir sem auðvelt er að nálgast í Borgarfirðinum og sýna myndir af þeim. Þar koma vaðfuglar sterkir inn og lómurinn á stóran sess í huga Sigurjóns. „Hann kemur á tjarnirnar á vorin, verpir á bökkunum, er með ungana á vatninu og á sjónum við suðvesturhornið á veturna, eins og og himbriminn,“ lýsir hann. Endurnar hafa það líka gott í Borgarfirðinum, eins og örnefnið Andakíll ber vott um. „Nýbúinn í fuglafánunni er brandönd, hún hefur verpt hér frá 1999, sem farfugl fyrst og nú hafa um 100 fuglar vetursetu, aðallega í Grunnafirði, einu mikilvægasta fuglasvæði á Vesturlandi,“ fræðir Sigurjón mig um. Hann segir áhugann á fuglum hafa vaknað snemma. „Afi og amma bjuggu í Skáleyjum í Breiðafirði og ég var mikið hjá þeim og síðar í Flatey,“ útskýrir hann. Sigurjón er áhugaljósmyndari líka og nokkrar myndir eftir hann prýða grunnsýninguna Ævintýri fuglanna í Safnahúsinu. „Í gær vorum við að mynda ormskríkju á Reykjanesi, fugl sem var að sjást í annað sinn á Íslandi. Ég er í grúppu fólks sem eltist við tegundir sem sjást hér sjaldan. Við söfnum tegundum. Það eru 75 sem verpa á Íslandi að staðaldri en sá sem hefur séð flestar hefur séð 330 tegundir. Það er Björn Arnarson í Hornafirði. Ég er bara hálfdrættingur, rétt kominn í 230.“ Eftir erindi Sigurjóns í Safnahúsinu verður spjall og heitt á könnunni. Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum fyrir þá sem vilja leggja starfseminni lið. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dýr Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sigurjón Einarsson er í fuglaleiðsögn með ferðamenn þegar ég trufla hann með símhringingu. „Við erum á leið í Grímsnesið og ætlum að finna þar glókoll!“ segir hann brattur. Þar sem glókollur er minnsti fugl í Evrópu vaknar sú spurning hvort það sé ekki eins og að leita að nál í heystakki. „Jú,“ viðurkennir hann. „Auðvitað er aldrei hægt að ganga að neinu vísu þegar kemur að fuglum.“ Í fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar annað kvöld, fimmtudag klukkan 19.30, ætlar Sigurjón að fjalla um helstu fuglategundir sem auðvelt er að nálgast í Borgarfirðinum og sýna myndir af þeim. Þar koma vaðfuglar sterkir inn og lómurinn á stóran sess í huga Sigurjóns. „Hann kemur á tjarnirnar á vorin, verpir á bökkunum, er með ungana á vatninu og á sjónum við suðvesturhornið á veturna, eins og og himbriminn,“ lýsir hann. Endurnar hafa það líka gott í Borgarfirðinum, eins og örnefnið Andakíll ber vott um. „Nýbúinn í fuglafánunni er brandönd, hún hefur verpt hér frá 1999, sem farfugl fyrst og nú hafa um 100 fuglar vetursetu, aðallega í Grunnafirði, einu mikilvægasta fuglasvæði á Vesturlandi,“ fræðir Sigurjón mig um. Hann segir áhugann á fuglum hafa vaknað snemma. „Afi og amma bjuggu í Skáleyjum í Breiðafirði og ég var mikið hjá þeim og síðar í Flatey,“ útskýrir hann. Sigurjón er áhugaljósmyndari líka og nokkrar myndir eftir hann prýða grunnsýninguna Ævintýri fuglanna í Safnahúsinu. „Í gær vorum við að mynda ormskríkju á Reykjanesi, fugl sem var að sjást í annað sinn á Íslandi. Ég er í grúppu fólks sem eltist við tegundir sem sjást hér sjaldan. Við söfnum tegundum. Það eru 75 sem verpa á Íslandi að staðaldri en sá sem hefur séð flestar hefur séð 330 tegundir. Það er Björn Arnarson í Hornafirði. Ég er bara hálfdrættingur, rétt kominn í 230.“ Eftir erindi Sigurjóns í Safnahúsinu verður spjall og heitt á könnunni. Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum fyrir þá sem vilja leggja starfseminni lið.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dýr Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira