Fótbolti

Fyrsta tap Brassa í 18 leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar baðar út öllum öngum og vill fá víti. Fékk ekki neitt.
Neymar baðar út öllum öngum og vill fá víti. Fékk ekki neitt. VÍSIR/GETTY
Brasilía tapaði í fyrsta sinn í 18 leikjum þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Perú, 0-1, í vináttulandsleik í Los Angeles í nótt.Þessi sömu lið mættust í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í sumar þar sem Brassar unnu 3-1 sigur.Neymar, sem skoraði og lagði upp í 2-2 jafnteflinu við Kólumbíu aðfaranótt laugardags, kom inn á sem varamaður á 63. mínútu en það dugði ekki til.Luis Abram skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu. Þetta var fyrsta tap Brasilíu síðan gegn Belgíu í 8-liða úrslitum HM 2018. Þetta var jafnframt einungis þriðja tap Brasilíu í 44 leikjum undir stjórn Tite.Betur gekk hjá Argentínu sem vann 4-0 sigur á Mexíkó í San Antonio. Lautaro Martínez, framherji Inter, skoraði þrennu í leiknum. Hann hefur skorað níu mörk í 13 landsleikjum. Leandro Parades var einnig á skotskónum í nótt.Þá gerðu Bandaríkin og Úrúgvæ jafntefli, 1-1, í St. Louis. Brian Rodríguez kom Úrúgvæum yfir á 50. mínútu en Jordan Morris jafnaði fyrir Bandaríkjamenn ellefu mínútum fyrir leikslok.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.