Hitler-ádeilumynd vann mikilsvirt verðlaun á TIFF Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 21:27 Taika Waititi, leikstjóri myndarinnar, fer sjálfur með hlutverk Hitlers. Bíómyndin Jojo Rabbit hlaut áhorfendaverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Toronto (TIFF) sem fram fór í Kanada 5. til 15. september. Háðsádeiluverkið segir frá Jojo, ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Myndin komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar Disney hafði áhyggjur af þeim neikvæðu afleiðingum sem myndin gæti haft í för með sér. Bandaríska kvikmyndaverið Fox Searchlight gefur út myndina en Disney keypti nýverið Fox sem á myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra mynda sem þaðan koma.Sjá einnig: Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Verðlaunin eru afar eftirsóknarverð en þau eru sögð ýta undir frekari verðlaunamöguleika og mögulega afla myndinni Óskarstilnefningu. Því eru þetta góðar fréttir fyrir framleiðendur myndarinnar sem hafa verið harðlega gagnrýndir af mörgum fyrir gagnrýnisleysi á raunveruleg efnistök myndarinnar. Fyrrum sigurvegarar þessara verðlauna hafa notið góðs gengis á komandi verðlaunahátíðum. Í því samhengi má nefna myndir á borð við Green Book, La La Land, Room og The Imitation Game. Myndin er í leikstjórn nýsjálenska leikstjórans Taika Waititi og fer hann sjálfur með hlutverk Hitler í kvikmyndinni. Með önnur aðalhlutverk fara þau Scarlett Johansson og Roman Griffin. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Waititi snýr aftur og leikstýrir fjórðu myndinni um Þór Nýsjálenski leikstjórinn Taika Waititi hefur verið ráðinn leikstjóri fjórðu Marvel-myndarinnar um þrumuguðinn Þór en Waititi leikstýrði einnig þriðju myndinni, Thor: Ragnarok sem kom út árið 2017. 17. júlí 2019 09:48 Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Óttast að hún muni fæla aðdáendur frá Disney. 14. ágúst 2019 10:36 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bíómyndin Jojo Rabbit hlaut áhorfendaverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Toronto (TIFF) sem fram fór í Kanada 5. til 15. september. Háðsádeiluverkið segir frá Jojo, ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Myndin komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar Disney hafði áhyggjur af þeim neikvæðu afleiðingum sem myndin gæti haft í för með sér. Bandaríska kvikmyndaverið Fox Searchlight gefur út myndina en Disney keypti nýverið Fox sem á myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra mynda sem þaðan koma.Sjá einnig: Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Verðlaunin eru afar eftirsóknarverð en þau eru sögð ýta undir frekari verðlaunamöguleika og mögulega afla myndinni Óskarstilnefningu. Því eru þetta góðar fréttir fyrir framleiðendur myndarinnar sem hafa verið harðlega gagnrýndir af mörgum fyrir gagnrýnisleysi á raunveruleg efnistök myndarinnar. Fyrrum sigurvegarar þessara verðlauna hafa notið góðs gengis á komandi verðlaunahátíðum. Í því samhengi má nefna myndir á borð við Green Book, La La Land, Room og The Imitation Game. Myndin er í leikstjórn nýsjálenska leikstjórans Taika Waititi og fer hann sjálfur með hlutverk Hitler í kvikmyndinni. Með önnur aðalhlutverk fara þau Scarlett Johansson og Roman Griffin.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Waititi snýr aftur og leikstýrir fjórðu myndinni um Þór Nýsjálenski leikstjórinn Taika Waititi hefur verið ráðinn leikstjóri fjórðu Marvel-myndarinnar um þrumuguðinn Þór en Waititi leikstýrði einnig þriðju myndinni, Thor: Ragnarok sem kom út árið 2017. 17. júlí 2019 09:48 Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Óttast að hún muni fæla aðdáendur frá Disney. 14. ágúst 2019 10:36 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Waititi snýr aftur og leikstýrir fjórðu myndinni um Þór Nýsjálenski leikstjórinn Taika Waititi hefur verið ráðinn leikstjóri fjórðu Marvel-myndarinnar um þrumuguðinn Þór en Waititi leikstýrði einnig þriðju myndinni, Thor: Ragnarok sem kom út árið 2017. 17. júlí 2019 09:48
Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Óttast að hún muni fæla aðdáendur frá Disney. 14. ágúst 2019 10:36