Sport

Sakaður um að hafa veðjað á leiki og var sendur heim sex dögum fyrir HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rob Hawley.
Rob Hawley. vísir/getty
Rob Howley, einn þjálfara landsliðs Wales í rúgbí, hefur verið sendur úr búðum liðsins sem undirbýr sig fyrir heimsmeistaramótið í rúgbí sem fer fram í Japan.

Mail Online greinir frá þessu í gærkvöldi en fréttirnar koma upp einungis sex dögum fyrir fyrsta leik Wales á mótinu sem er gegn Georgíu.

Hawley er talinn hafa brotið veðmálareglur en hann veðjaði á rúgbíleiki sem er ólöglegt. Hann hefur því verið vikið úr starfi tímabundið á meðan málið er rannsakað.

Hinn 48 ára gamli Rob var ekki í hópi Wales sem var á opnunarhátíðinni í Kitakyushu í gær en Stephen Jones mun koma inn í þjálfarteymi liðsins fyrir HM.







Howley mun nú sæta rannsókn í heimalandinu en verði hann fundinn sekur myndi hann eiga yfir höfði sér langt bann og ólíklegt má telja að hann eigi því afturkvæmt.

Hann á langan feril að baki bæði sem leikmaður og þjálfari en hann hefur verið í kringum landslið Wales og Englands síðan 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×