Lífið

Búið að tilkynna næsta piparsvein

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chris Harrison er kynnir þáttanna. Hann fékk næsta piparsvein til sín í settið í gær.
Chris Harrison er kynnir þáttanna. Hann fékk næsta piparsvein til sín í settið í gær.

Á næstunni hefjast tökur á 24. þáttaröðinni af The Bachelor og í nótt var tilkynnt hver verði næsti piparsveinn Bandaríkjanna sem fjölmargar konur eiga eftir að keppast um.

Þetta var tilkynnt í lokaþættinum af Bachelor in Paradise á ABC í gær en ef þú vilt ekki vita hver sé næsti piparsveinn, ekki lesa restina af þessari grein.

.

.

.

.

.Það er búið að vera þig!

.

.

.

.

.

Næsti piparsveinn heitir Peter Weber og vakti hann athygli í síðustu þáttaröð af The Bachelorette þegar hann náði langt í samkeppni um hjarta Hannah Brown.

Peter starfar sem flugmaður hjá Delta en hér að neðan má sjá þegar Chris Harrison kynnir þáttanna tilkynntu Peter til sögunnar í gær.

Jimmy Kimmel tók vel á móti nýjum piparsveini í spjallþætti sínum í gær.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.