Lífið

Búið að tilkynna næsta piparsvein

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chris Harrison er kynnir þáttanna. Hann fékk næsta piparsvein til sín í settið í gær.
Chris Harrison er kynnir þáttanna. Hann fékk næsta piparsvein til sín í settið í gær.
Á næstunni hefjast tökur á 24. þáttaröðinni af The Bachelor og í nótt var tilkynnt hver verði næsti piparsveinn Bandaríkjanna sem fjölmargar konur eiga eftir að keppast um.Þetta var tilkynnt í lokaþættinum af Bachelor in Paradise á ABC í gær en ef þú vilt ekki vita hver sé næsti piparsveinn, ekki lesa restina af þessari grein......Það er búið að vera þig!.....Næsti piparsveinn heitir Peter Weber og vakti hann athygli í síðustu þáttaröð af The Bachelorette þegar hann náði langt í samkeppni um hjarta Hannah Brown.Peter starfar sem flugmaður hjá Delta en hér að neðan má sjá þegar Chris Harrison kynnir þáttanna tilkynntu Peter til sögunnar í gær.

Jimmy Kimmel tók vel á móti nýjum piparsveini í spjallþætti sínum í gær.


Tengdar fréttir

Opinn fyrir því að vera næsti Bachelorinn

Derek þykir hafa staðið sig vel í afar erfiðum aðstæðum. Aðdáendur þáttanna eru margir spenntir fyrir hugmyndinni um Derek sem næsta Bachelor.

Líklegast að flugmaðurinn Peter verði næsti Bachelor

Peter var í þriðja sæti í 15. þáttaröðunni af Bachelorette þar sem hann og þrjátíu aðrir karlmenn kepptu um hylli suðurríkjastúlkunnar Hönnuh Brown, innanhússhönnuð frá Tuscaloosa í Alabama.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.