Tónlist

Föstudagsplaylisti Bjarna Daníels

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Jazzmaster, besti vinur Bjarnanna.
Jazzmaster, besti vinur Bjarnanna. aðsend
Bagdad bróðirinn, skoffínið og sérlegi post-dreifingaraðilinn Bjarni Daníel setti saman lagalista vikunnar.  

Auk Bagdad Brothers og Skoffíns er Bjarni meðlimur supersport!, en sveitin spilaði einmitt á sínum fyrstu „almennilegu“ tónleikum í gærkvöldi.

Ýmislegt er á döfinni hjá Bjarna, í vetur kemur út plata með Skoffíni og stefnir sveitin á tónleikaferðalög í kjölfarið. supersport! vinnur svo að sinni fyrstu plötu og er að setja saman tónleikasveit.

Lagalistinn er að mestu slök eða seiðandi indí-gleði og er gaman að sjá að allavega þriðjungur laganna er eftir íslenska listamenn. Hlýða má á hann hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.