Tónlist

Föstudagsplaylisti Bjarna Daníels

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Jazzmaster, besti vinur Bjarnanna.
Jazzmaster, besti vinur Bjarnanna. aðsend

Bagdad bróðirinn, skoffínið og sérlegi post-dreifingaraðilinn Bjarni Daníel setti saman lagalista vikunnar.  

Auk Bagdad Brothers og Skoffíns er Bjarni meðlimur supersport!, en sveitin spilaði einmitt á sínum fyrstu „almennilegu“ tónleikum í gærkvöldi.

Ýmislegt er á döfinni hjá Bjarna, í vetur kemur út plata með Skoffíni og stefnir sveitin á tónleikaferðalög í kjölfarið. supersport! vinnur svo að sinni fyrstu plötu og er að setja saman tónleikasveit.

Lagalistinn er að mestu slök eða seiðandi indí-gleði og er gaman að sjá að allavega þriðjungur laganna er eftir íslenska listamenn. Hlýða má á hann hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.