Sport

UFC staðfestir bardaga Gunnars og Burns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta verður rosalegur bardagi.
Þetta verður rosalegur bardagi. mynd/ufc
Það er búið að bíða eftir þessu í nokkra daga en UFC staðfesti loks í morgun að Gunnar Nelson mun berjast við Brasilíumanninn Gilbert Burns í Kaupmannahöfn eftir rúma viku.

Upprunalegi andstæðingur Gunnars, Thiago Alves, varð að draga sig úr bardaganum vegna veikinda. Sama dag bauðst Burns til þess að stíga inn og leysa landa sinn af.





Burns var fljótur að skrifa undir samning við UFC og Gunnar skrifaði svo sjálfur undir í gær. Það er því allt klappað og klárt fyrir bardaga þeirra.

Burns er 33 ára gamall og fyrrum heimsmeistari í brasilísku jiu jitsu. Hann hefur unnið þrjá bardaga í röð hjá UFC.



MMA

Tengdar fréttir

Burns vill berjast við Gunnar

Það varð ljóst í gær að Brasilíumaðurinn Thiago Alves mun ekki berjast við Gunnar Nelson í lok mánaðar en landi hans, Gilbert Burns, er til í að bjarga málunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×