Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður næsti dómsmálaráðherra. Hún sést hér með bros á vör fyrir utan Valhöll fyrr í vetur. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verðandi dómsmálaráðherra segist hafa fengið að vita af skipun sinni einni mínútu áður en fundur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þingflokknum var tilkynnt um valið, hófst í Valhöll í dag. Hún segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti fjölmiðlum um val á nýjum ráðherra eftir fundinn í Valhöll á sjötta tímanum. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Áslaug er nú stödd í Helsinki í Finnlandi á ráðstefnu og ávarpaði fundinn í Valhöll í gegnum síma. Einnig var rætt við hana símleiðis í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það var bara einni mínútu áður en fundurinn hófst,“ sagði Áslaug þegar hún var innt eftir því hvenær hún hefði fyrst heyrt af skipun sinni í embætti dómsmálaráðherra. Næsta skref sé að panta sér fyrsta flug heim. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga embætti og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu.“Stór og erfið verkefni bíða nýs ráðherra Áslaug hefur klifið metorðastigann hratt innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í forystu flokksins í fjögur ár og gegnt stöðu formanns í tveimur stórum þingnefndum. Áslaug þakkaði dugnaði öra framgöngu sína innan flokksins. „Ég hef alltaf lagt mig mikið fram og mun gera það líka í þessu verkefni. Þetta er auðvitað stórt verkefni sem mér er falið og veit að það er ekki sjálfsagt.“ Þá sagðist Áslaug þekkja málaflokkinn ágætlega en hún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem lögreglukona. Hún sagðist nú munu kynna sér dómsmálin enn frekar. „Undir þessu ráðuneyti eru margir mikilvægir og stórir málaflokkar sem skipta miklu máli og ég ætla að vanda mig við það.“ Innt eftir því hvort vænta megi áherslubreytinga í dómsmálaráðuneytinu sagði Áslaug of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum síðan.“ Þó sé ljóst að mörg stór verkefni bíði nýs ráðherra, til að mynda Landsréttarmálið og erfiðar áskoranir í útlendingamálum. Áslaug vildi ekki fara út í mögulegar áherslubreytingar í síðarnefnda flokknum. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum og mun setja mig inn í málaflokkinn og koma með áherslur mínar inn í þingið í haust.“Viðtalið við Áslaugu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Alþingi Reykjavík síðdegis Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Fundur í Valhöll sem hefst klukkan 17. 5. september 2019 16:41 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verðandi dómsmálaráðherra segist hafa fengið að vita af skipun sinni einni mínútu áður en fundur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þingflokknum var tilkynnt um valið, hófst í Valhöll í dag. Hún segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti fjölmiðlum um val á nýjum ráðherra eftir fundinn í Valhöll á sjötta tímanum. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Áslaug er nú stödd í Helsinki í Finnlandi á ráðstefnu og ávarpaði fundinn í Valhöll í gegnum síma. Einnig var rætt við hana símleiðis í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það var bara einni mínútu áður en fundurinn hófst,“ sagði Áslaug þegar hún var innt eftir því hvenær hún hefði fyrst heyrt af skipun sinni í embætti dómsmálaráðherra. Næsta skref sé að panta sér fyrsta flug heim. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga embætti og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu.“Stór og erfið verkefni bíða nýs ráðherra Áslaug hefur klifið metorðastigann hratt innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í forystu flokksins í fjögur ár og gegnt stöðu formanns í tveimur stórum þingnefndum. Áslaug þakkaði dugnaði öra framgöngu sína innan flokksins. „Ég hef alltaf lagt mig mikið fram og mun gera það líka í þessu verkefni. Þetta er auðvitað stórt verkefni sem mér er falið og veit að það er ekki sjálfsagt.“ Þá sagðist Áslaug þekkja málaflokkinn ágætlega en hún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem lögreglukona. Hún sagðist nú munu kynna sér dómsmálin enn frekar. „Undir þessu ráðuneyti eru margir mikilvægir og stórir málaflokkar sem skipta miklu máli og ég ætla að vanda mig við það.“ Innt eftir því hvort vænta megi áherslubreytinga í dómsmálaráðuneytinu sagði Áslaug of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum síðan.“ Þó sé ljóst að mörg stór verkefni bíði nýs ráðherra, til að mynda Landsréttarmálið og erfiðar áskoranir í útlendingamálum. Áslaug vildi ekki fara út í mögulegar áherslubreytingar í síðarnefnda flokknum. „Ég var að fá að vita þetta fyrir nokkrum mínútum og mun setja mig inn í málaflokkinn og koma með áherslur mínar inn í þingið í haust.“Viðtalið við Áslaugu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Reykjavík síðdegis Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Fundur í Valhöll sem hefst klukkan 17. 5. september 2019 16:41 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26