Kominn ár á eftir áætlun Benedikt Bóas. skrifar 6. september 2019 09:00 Laugardalsvöllur. Getty/Oliver Hardt Á morgun leikur íslenska landsliðið leik í undankeppni EM við Moldóvu á um 60 ára gömlum úr sér gengnum Laugardalsvelli. Það er ekki enn uppselt á leikinn en samkvæmt frétt fótbolta.net á miðvikudag voru um 2.000 sæti laus. Nýr Laugardalsvöllur hefur verið í deiglunni lengi. Ofboðslegt tap er af honum á hverju ár eins og greint hefur verið frá. Ýmislegt hefur verið sagt en ekkert hefur enn gerst. Í skýrslu KPMG sem kynnt var í borgarráði Reykjavíkurborgar þann 10. apríl í fyrra kemur fram að nýr völlur eigi að rísa vorið 2021. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það mun ekki nást. Þó snögg séum, þá tel ég að það gangi ekki eftir,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, léttur. Í fundargerð KSÍ frá því í júní kemur fram að undirbúningsfélag um framtíð Laugardalsvallar hafi hist í fyrsta sinn. Félagið var skipað í kjölfar starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg með KSÍ skipaði um uppbyggingu Laugardalsvallar. Í fundargerð borgarráðs frá 12. apríl kemur fram að borgarráð samþykkti félagið sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Guðni segir að góður gangur sé í störfum félagsins sem leitt er af Árna Geir Pálssyni. „Það er fundað vikulega og góður gangur í félaginu. Ég er ánægður með það því það hafði dregist að hefja þessa vinnu. Það er verið að vanda sig og það er ljóst að þessari vinnu lýkur á næsta ári og þá er endanlega kominn tími á að taka ákvörðun í málinu.“Á morgun mun íslenska landsliðið ganga inn á hið forna mannvirki í Laugardal. Fréttablaðið/AntonStarfshópurinn kynnti tvo kosti þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli. Annars vegar opinn knattspyrnuvöll sem rúmaði 17.500 manns í sæti í stúkum umhverfis völlinn og hins vegar fjölnotaleikvang með opnanlegu þaki og 20.000 sætum. Sá völlur myndi einnig gera aðstöðu til viðburðahalds á Íslandi betri og þar af leiðandi gefa færi á auknum tekjum vegna annarra viðburða sem ella gætu ekki farið fram á Íslandi. Guðni segir að undirbúningsfélagið sé ekki að binda sig niður við stærð vallanna. Ef önnur stærð eða gerð valla komi upp þá sé það skoðað, eins og allt annað. Það sé jú verið að vanda til verka. „Völlurinn og aðstaðan fyrir áhorfendur, fatlaða, fjölmiðlafólk og leikmenn stenst ekki kröfur nútímans. Völlurinn er líka barn síns tíma. Tímarnir hafa breyst og kröfurnar eru meiri. Sú staðreynd að þurfa að byrja og ljúka riðlakeppninni á útivelli því við getum ekki spilað hér heima er dragbítur á okkar árangri. Þessi árangur okkar, EM 2016 og HM 2018 það var mikil lyftistöng, ekki bara fyrir fótboltann heldur íslenskt samfélag í heild.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Á morgun leikur íslenska landsliðið leik í undankeppni EM við Moldóvu á um 60 ára gömlum úr sér gengnum Laugardalsvelli. Það er ekki enn uppselt á leikinn en samkvæmt frétt fótbolta.net á miðvikudag voru um 2.000 sæti laus. Nýr Laugardalsvöllur hefur verið í deiglunni lengi. Ofboðslegt tap er af honum á hverju ár eins og greint hefur verið frá. Ýmislegt hefur verið sagt en ekkert hefur enn gerst. Í skýrslu KPMG sem kynnt var í borgarráði Reykjavíkurborgar þann 10. apríl í fyrra kemur fram að nýr völlur eigi að rísa vorið 2021. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það mun ekki nást. Þó snögg séum, þá tel ég að það gangi ekki eftir,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, léttur. Í fundargerð KSÍ frá því í júní kemur fram að undirbúningsfélag um framtíð Laugardalsvallar hafi hist í fyrsta sinn. Félagið var skipað í kjölfar starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg með KSÍ skipaði um uppbyggingu Laugardalsvallar. Í fundargerð borgarráðs frá 12. apríl kemur fram að borgarráð samþykkti félagið sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Guðni segir að góður gangur sé í störfum félagsins sem leitt er af Árna Geir Pálssyni. „Það er fundað vikulega og góður gangur í félaginu. Ég er ánægður með það því það hafði dregist að hefja þessa vinnu. Það er verið að vanda sig og það er ljóst að þessari vinnu lýkur á næsta ári og þá er endanlega kominn tími á að taka ákvörðun í málinu.“Á morgun mun íslenska landsliðið ganga inn á hið forna mannvirki í Laugardal. Fréttablaðið/AntonStarfshópurinn kynnti tvo kosti þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli. Annars vegar opinn knattspyrnuvöll sem rúmaði 17.500 manns í sæti í stúkum umhverfis völlinn og hins vegar fjölnotaleikvang með opnanlegu þaki og 20.000 sætum. Sá völlur myndi einnig gera aðstöðu til viðburðahalds á Íslandi betri og þar af leiðandi gefa færi á auknum tekjum vegna annarra viðburða sem ella gætu ekki farið fram á Íslandi. Guðni segir að undirbúningsfélagið sé ekki að binda sig niður við stærð vallanna. Ef önnur stærð eða gerð valla komi upp þá sé það skoðað, eins og allt annað. Það sé jú verið að vanda til verka. „Völlurinn og aðstaðan fyrir áhorfendur, fatlaða, fjölmiðlafólk og leikmenn stenst ekki kröfur nútímans. Völlurinn er líka barn síns tíma. Tímarnir hafa breyst og kröfurnar eru meiri. Sú staðreynd að þurfa að byrja og ljúka riðlakeppninni á útivelli því við getum ekki spilað hér heima er dragbítur á okkar árangri. Þessi árangur okkar, EM 2016 og HM 2018 það var mikil lyftistöng, ekki bara fyrir fótboltann heldur íslenskt samfélag í heild.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira