Tónlist

Föstudagsplaylisti TSS

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Erfðasynþinn hefur mótað tónlist Jóns Gabríels.
Erfðasynþinn hefur mótað tónlist Jóns Gabríels.
TSS er sólóverkefni tónlistarmannsins Jóns Gabríels Lorange, sem hefur áður látið að sér kveða sem annar hluti lágskerpurafdúósins Nolo.

Jón er gríðarlega afkastamikill, enda má finna heilar átta útgáfur á bandcamp-síðu TSS, sú fyrsta frá árinu 2015.  

Sú nýjasta kom út fyrir viku síðan og ber titilinn Rhino. Útgáfan ber keim af ódýrum rafhljóðfærum, svokölluðum „Góða-hirðis-gervlum“, og er afar hress og skemmtileg.

„Lögin sem ég valdi á playlistann hlustaði ég mikið á þegar ég var að framleiða plötuna Rhino,“ segir Jón um listann og bætir við að þau komi honum sömuleiðis alltaf í föstudagsgírinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×