Paul Pogba mátti þola kynþáttaníð á netinu eftir vítaklúðrið í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 09:00 Paul Pogba trúði því varla að hann hefði klikkað á vítinu. Getty/Matthew Ashton Paul Pogba heimtaði að fá að taka víti Manchester United í gærkvöldi en í stað þess að verða hetjan varð hann skúrkur. Súrir stuðningsmenn United urðu sér til skammar á netinu strax eftir leik. Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, varð í gærkvöldi þriðji leikmaðurinn í enska boltanum á einni viku sem þurfti að sitja undir kynþáttarníði á samskiptamiðlum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Pogba klikkaði á vítaspyrnu sem hefði fært liði Manchester United sigurinn og þar með áfram fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni. Hann lét verja frá sér og leikur Wolves og Manchester United endaði með 1-1 jafntefli. Pogba bættist þar með í hóp Reading leikmannsins Yakou Meite og Chelsea mannsins Tammy Abraham sem klikkuðu líka á vítaspyrnum í sínum leikjum þar af Abraham í vítaspyrnukeppni á móti Liverpool í leiknum um Ofurbikar UEFA. Þeir voru báðir fórnarlamb kynþáttarníðs eftir síns leiki. Það er mikil vitundarvakning í Bretlandi í baráttunni gegn kynþáttarníði enda hafa rannsóknir sýnt að hún er að aukast aftur sem er mjög slæm þróun.Paul Pogba subjected to vile racist abuse online after missing penalty against Wolves https://t.co/TELrYIxmpjpic.twitter.com/1gtAl0OWad — Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2019 Paul Pogba lá þarna vel við höggi hjá súrum stuðningsmönnum sem urðu uppvísir af því að setja inn skammarlegar færslur á Twitter. Aðrir stuðningsmenn Manchester United voru fljótir að koma Paul Pogba til varnar og fordæmdu umræddar Twitter-færslur sem innihéldu kynþáttaníð. Nokkrir af kynþáttahöturunum höfðu eytt færslum sínum seinna um kvöldið og aðrir reikningar voru horfnir í heilu lagi. Twitter hefur harðar reglur gagnvart þeim sem reyna að koma höggi á aðra með hatursfullri hegðun á samskiptamiðlinum. England Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Paul Pogba heimtaði að fá að taka víti Manchester United í gærkvöldi en í stað þess að verða hetjan varð hann skúrkur. Súrir stuðningsmenn United urðu sér til skammar á netinu strax eftir leik. Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, varð í gærkvöldi þriðji leikmaðurinn í enska boltanum á einni viku sem þurfti að sitja undir kynþáttarníði á samskiptamiðlum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Pogba klikkaði á vítaspyrnu sem hefði fært liði Manchester United sigurinn og þar með áfram fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni. Hann lét verja frá sér og leikur Wolves og Manchester United endaði með 1-1 jafntefli. Pogba bættist þar með í hóp Reading leikmannsins Yakou Meite og Chelsea mannsins Tammy Abraham sem klikkuðu líka á vítaspyrnum í sínum leikjum þar af Abraham í vítaspyrnukeppni á móti Liverpool í leiknum um Ofurbikar UEFA. Þeir voru báðir fórnarlamb kynþáttarníðs eftir síns leiki. Það er mikil vitundarvakning í Bretlandi í baráttunni gegn kynþáttarníði enda hafa rannsóknir sýnt að hún er að aukast aftur sem er mjög slæm þróun.Paul Pogba subjected to vile racist abuse online after missing penalty against Wolves https://t.co/TELrYIxmpjpic.twitter.com/1gtAl0OWad — Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2019 Paul Pogba lá þarna vel við höggi hjá súrum stuðningsmönnum sem urðu uppvísir af því að setja inn skammarlegar færslur á Twitter. Aðrir stuðningsmenn Manchester United voru fljótir að koma Paul Pogba til varnar og fordæmdu umræddar Twitter-færslur sem innihéldu kynþáttaníð. Nokkrir af kynþáttahöturunum höfðu eytt færslum sínum seinna um kvöldið og aðrir reikningar voru horfnir í heilu lagi. Twitter hefur harðar reglur gagnvart þeim sem reyna að koma höggi á aðra með hatursfullri hegðun á samskiptamiðlinum.
England Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira