Sport

Sú hraustasta í heimi „hvíldi“ sig eftir heimsleikana með 100 km fjallgöngu á sex dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tia-Clair Toomey.
Tia-Clair Toomey. Instagram/tiaclair1
Tia-Clair Toomey er engin venjuleg íþróttakona eins og hún hefur sýnt á síðustu heimsleikum í CrossFit. Miðað við það hvernig hún „hvílir“ sig þá er bara hægt að ímynda sér hvernig hún æfir.

Tia-Clair Toomey varð á dögunum fyrsta konan til að vinna þrjá heimsleika í röð og bætti þar með met Katrínar Tönju Davíðsdóttur sem var fyrir sigurgöngu Toomey sú eina sem hafði náð að vinna tvö ár í röð.

Yfirburðir Tia-Clair Toomey voru svo miklir í ár að hún gat í rauninni sleppt tveimur síðustu greinunum. Toomey vann á endanum með 195 stiga mun en keppandi fær 100 stig fyrir að vinna grein, 90 stig fyrir að vera í öðru sæti og svo framvegis.

Tia-Clair Toomey var fljót að drífa sig í nýtt ævintýri þegar heimsleikunum lauk í Madison. Hún flaug suður til Perú í Suður-Ameríku og við tók mikil ævintýraferð um Andesfjöllin en meðalhæð fjallgarðsins er 4000 metrar.

Toomey hefur núna greint frá því að við tók 100 kílómetra fjallganga á sex dögum þar sem hún flakkaði upp og niður um Andesfjöllin. Það er ekki nóg með að hún var að klífa alla þessa kílómetra heldur var hún að vinna í þunnu lofti í mikill hæð.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá ferðalagi hraustustu konur heims undanfarin þrjú ár.





 
 
 
View this post on Instagram
Feeling very cozy in my Peruvian poncho. . . .  @lifeofjosii

A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) on Aug 16, 2019 at 9:40pm PDT












Fleiri fréttir

Sjá meira


×