Sport

Sú hraustasta í heimi „hvíldi“ sig eftir heimsleikana með 100 km fjallgöngu á sex dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tia-Clair Toomey.
Tia-Clair Toomey. Instagram/tiaclair1

Tia-Clair Toomey er engin venjuleg íþróttakona eins og hún hefur sýnt á síðustu heimsleikum í CrossFit. Miðað við það hvernig hún „hvílir“ sig þá er bara hægt að ímynda sér hvernig hún æfir.

Tia-Clair Toomey varð á dögunum fyrsta konan til að vinna þrjá heimsleika í röð og bætti þar með met Katrínar Tönju Davíðsdóttur sem var fyrir sigurgöngu Toomey sú eina sem hafði náð að vinna tvö ár í röð.

Yfirburðir Tia-Clair Toomey voru svo miklir í ár að hún gat í rauninni sleppt tveimur síðustu greinunum. Toomey vann á endanum með 195 stiga mun en keppandi fær 100 stig fyrir að vinna grein, 90 stig fyrir að vera í öðru sæti og svo framvegis.

Tia-Clair Toomey var fljót að drífa sig í nýtt ævintýri þegar heimsleikunum lauk í Madison. Hún flaug suður til Perú í Suður-Ameríku og við tók mikil ævintýraferð um Andesfjöllin en meðalhæð fjallgarðsins er 4000 metrar.

Toomey hefur núna greint frá því að við tók 100 kílómetra fjallganga á sex dögum þar sem hún flakkaði upp og niður um Andesfjöllin. Það er ekki nóg með að hún var að klífa alla þessa kílómetra heldur var hún að vinna í þunnu lofti í mikill hæð.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá ferðalagi hraustustu konur heims undanfarin þrjú ár. 
 
 
View this post on Instagram
Feeling very cozy in my Peruvian poncho. . . .  @lifeofjosii
A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.