Innlent

Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey

Tinni Sveinsson skrifar
Frá fundinum í Viðey.
Frá fundinum í Viðey. Vísir
Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.Fundarhöldin dagsins hófust á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna ásamt Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi í Hörpu og í framhaldinu áttu þeir síðan fund með norrænum stórfyrirtækjum.Leiðtogarnir halda blaðamannafund í Viðey klukkan 13.45 þar sem þeir flytja stutt ávörp og svara spurningum fréttamanna. Fundurinn er í beinni útsendingu hér á Vísi og má horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherra og kanslara í Viðey

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.