Sport

Dæmdur í átta ára bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Getty/ Shaun Botterill
Sílemaðurinn Juan Carlos Saez má ekki keppa aftur í tennisíþróttinni fyrr en í fyrsta lagi árið 2027.

Alþjóðatennissambandið dæmdi í dag Juan Carlos Saez í átta ára bann og til að greiða 10.300 punda sekt fyrir brot á reglum um hagræðingu úrslita. Sektin er upp á eina og hálfa milljón í íslenskum krónum.

Juan Carlos Saez komst hæst upp í 230. sæti á heimslistanum í september 2015 en hann er núna í 1082. sæti listans.  

Þessi 28 ára Sílemaður var kallaður í viðtal af Tennis Integrity Unit. Ástæðan voru óvenjuleg veðmál í kringum leiki hans.

Saez var ekki tilbúinn að leyfa rannsóknarmönnum að skoða símann sinn. Hann viðurkenndi líka í öðru viðtali að fengið beiðni um hagræðingu úrslita og ekki látið rétta aðila vita af því.

Juan Carlos Saez telst því hafa brotið reglur gegn spillingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.