Sport

Silfurlið Dominos-deildar karla heldur áfram að safna liði

Evan er hér til vinstri er hann lék með Albany háskólanum.
Evan er hér til vinstri er hann lék með Albany háskólanum. vísir/getty
Silfurlið ÍR í Dominos-deild karla heldur áfram að safna liði fyrir komandi leiktíð í Dominos-deildinni sem hefst 3. október.Í gær samdi ÍR við Svisslendinginn, Robert Kovac, en hann er leikstjórnandi og í gærkvöldi tilkynntu ÍR um að þeir hefðu náð í annan leikmann.Annar leikstjórnandi, Bandaríkjamaðurinn Evan Singletary, hafði þá samið við félagið en á síðustu leiktíð lék hann með Pardubic í Tékklandi. Árið þar á undan lék hann í Úrúgvæ.Evan er 24 ára gamall leikstjórnandi, eins og áður segir, en hann lék með Albany háskólanum á sínum yngri árum. Hann er 185 sentímetrar að hæð.ÍR hefur misst marga lykilmenn frá síðustu leiktíð en þar má nefan Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Matthías Orra Sigurðarson. Sigurður fór í atvinnumennku en Matthías heim í KR.ÍR mætir Njarðvík í fyrsta leik á heimavelli fimmtudagskvöldið 3. október.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.