Sport

Silfurlið Dominos-deildar karla heldur áfram að safna liði

Evan er hér til vinstri er hann lék með Albany háskólanum.
Evan er hér til vinstri er hann lék með Albany háskólanum. vísir/getty

Silfurlið ÍR í Dominos-deild karla heldur áfram að safna liði fyrir komandi leiktíð í Dominos-deildinni sem hefst 3. október.

Í gær samdi ÍR við Svisslendinginn, Robert Kovac, en hann er leikstjórnandi og í gærkvöldi tilkynntu ÍR um að þeir hefðu náð í annan leikmann.Annar leikstjórnandi, Bandaríkjamaðurinn Evan Singletary, hafði þá samið við félagið en á síðustu leiktíð lék hann með Pardubic í Tékklandi. Árið þar á undan lék hann í Úrúgvæ.

Evan er 24 ára gamall leikstjórnandi, eins og áður segir, en hann lék með Albany háskólanum á sínum yngri árum. Hann er 185 sentímetrar að hæð.

ÍR hefur misst marga lykilmenn frá síðustu leiktíð en þar má nefan Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Matthías Orra Sigurðarson. Sigurður fór í atvinnumennku en Matthías heim í KR.ÍR mætir Njarðvík í fyrsta leik á heimavelli fimmtudagskvöldið 3. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.