Bíó og sjónvarp

Bæjarráð hafnaði styrkveitingu

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Bæjarráð Hornafjarðar hefur hafnað ósk aðstandenda kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur um styrk til þess að hægt sé að sýna myndina í sveitarfélaginu. Kvikmyndin var tekin upp í Hornafirði sem er jafnframt heimabær leikstjórans, Hlyns Pálmasonar.

Aðstandendur óskuðu eftir 400 þúsund króna styrk til kaupa á sýningarbúnaði þar sem enginn slíkur er til í sveitarfélaginu. Yrði þá hægt að nota hann til kvikmyndasýninga í framtíðinni.

Bæjarráð hafnaði óskinni og vísaði til styrkveitingar hjá atvinnu- og menntamálanefnd og hjá sjóðum Sambands sunnlenskra sveitarfélaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×