Bíó og sjónvarp

Bæjarráð hafnaði styrkveitingu

Kristinn Haukur Guðnason skrifar

Bæjarráð Hornafjarðar hefur hafnað ósk aðstandenda kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur um styrk til þess að hægt sé að sýna myndina í sveitarfélaginu. Kvikmyndin var tekin upp í Hornafirði sem er jafnframt heimabær leikstjórans, Hlyns Pálmasonar.

Aðstandendur óskuðu eftir 400 þúsund króna styrk til kaupa á sýningarbúnaði þar sem enginn slíkur er til í sveitarfélaginu. Yrði þá hægt að nota hann til kvikmyndasýninga í framtíðinni.

Bæjarráð hafnaði óskinni og vísaði til styrkveitingar hjá atvinnu- og menntamálanefnd og hjá sjóðum Sambands sunnlenskra sveitarfélaga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.