Erlent

Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina

Birgir Olgeirsson skrifar
Loftmynd af svæði sem hefur orðið illa úti í eldunum í Mato Grosso-ríki í Brasilíu.
Loftmynd af svæði sem hefur orðið illa úti í eldunum í Mato Grosso-ríki í Brasilíu. Vísir/EPA

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lýsti því yfir að skógareldarnir í Amazon-regnskóginum sé ógn sem snerti alla heimsbyggðina. Macron segir þessa skógarelda eiga að vera forgangsmál á leiðtogafundi G7-ríkjanna.

„Húsið okkar brennur,“ ritaði Macron á Twitter en Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, deildi þessum áhyggjum franska forsetans.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur áður látið hafa eftir sér að ríkisstjórn hans skorti fjármuni til að takast á við þessa elda í stærsta regnskógi heimsins.

Gervihnattamyndir, sem geimvísindastofnun Brasilíu (Inpe) birti, leiddu ljós að eldunum í regnskóginum í Brasilíu hefur fjölgað um 85 prósent á þessu ári. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum.

Reykmökkurinn frá eldunum sést úr mikilli fjarlægð. Vísir/EPA

Margir hafa gagnrýnt ríkisstjórn Bolsonaro harðlega fyrir úrræðaleysi hennar vegna eldanna. Vilja þeir meina að Bolsonaro hafi hvatt skógarhöggsmenn og bændur til dáða til að rýma land fyrir nautgripi.

Bolsonaro hefur haldið því fram að aðilar ótengdir brasilískum yfirvöld hafi kveikt þessa elda en gat ekki veitt nokkrar sannanir fyrir því.

Frakkar munu hýsa leiðtogafund G7-ríkjanna um komandi helgi en þar koma saman leiðtogar þróuðust hagkerfa heimsins. Macron sagði í dag að framtíð Amazon-regnskógarins væri eitthvað sem snerti alla heimsbyggðina.

Sagði Macron að regnskógarnir framleiði 20 prósent af súrefni jarðarinnar og það sé ekki ásættanlegt að þeir brenni.
Tengdar fréttir

Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum

Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.