Lífið

Hilary Duff snýr aftur sem Lizzi­e McGuire

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hilary Duff mun snúa aftur sem Lizzie McGuire.
Hilary Duff mun snúa aftur sem Lizzie McGuire. getty/Jamie McCarthy
Hilary Duff mun snúa aftur sem Lizzie McGuire í framhaldsmynd vinsælu Disney þáttaraðarinnar. Myndin verður aðgengileg á nýrri streymisveitu Disney, Disney+.Lizzie verður þá þrítug að reyna að fóta sig í New York borg. Duff tilkynnti endurkomuna sjálf á Instagram og virðist hún vera hæst ánægð með að snúa aftur. Henni til halds og trausts verður að sjálfsögðu teiknimyndaútgáfan af Lizzie sem mun ekki láta neitt eftir.Ekki er vitað hvort nokkur samleikara hennar úr þáttunum muni koma fyrir í myndinni en í þáttunum, sem voru sýndir á árunum 2001 til 2004 á Disney rásinni, voru meðal annars Adam Lamberg, Hallie Todd og Clayton Snyder henni innan handar.

Hilary Duff heldur á Lizzie McGuire geisladisknum.getty/ Lester Cohen
Duff birti mynd á Instagram þar sem hún lýsti yfir ánægju sinni yfir því að snúa aftur sem Lizzie og tók meira að segja upp Instagram sögu þar sem hún talaði um það hvað hún hafi saknað persónunnar mikið.„Ég held að þetta sé frábær tími til að heimsækja hana aftur, þegar hún er á fertugs aldri,“ sagði leikkonan. „Hún er besta vinkona allra og ég get ekki beðið eftir því að hefja næsta kafla með henni og ég vona að allir séu jafn spenntir og ég.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.