Bíó og sjónvarp

Stikla fyrir nýju Hefðar­frúna og um­renninginn komin í loftið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Freyja og Spori deila spaghettí eins og í klassíska atriðinu úr upprunalegu myndinni.
Freyja og Spori deila spaghettí eins og í klassíska atriðinu úr upprunalegu myndinni. youtube/skjáskot

Stiklan fyrir endurgerð klassísku Disney myndarinnar Hefðarfrúin og umrenningurinn var birt í dag en endurgerðin er leikin mynd þar sem fylgst verður með ævintýrum Freyju og Spora.

Ekki er víst hvort söguþráður myndarinnar verði öðruvísi en söguþráður hinnar upprunalegu. Stiklan er hins vegar mjög hrífandi og geta Disney aðdáendur séð myndina á nýrri streymisveitu Disney, Disney+, í nóvember á þessu ári.

Meðal leikara eru Tessa Thompson, sem fer með hlutverk Freyju, Justin Theroux, sem fer með hlutverk Spora, Sam Elliot og Ashley Jensen. Tónlistarkonan Janelle Monáe mun einnig fara með aukahlutverk í myndinni auk þess að endurgera titillag myndarinnar „He´s a Tramp,“ sem þýðist á íslensku sem „Hann er umrenningur.“

Stiklan stórskemmtilega er hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.