Fótbolti

Dagný fagnaði sigri í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný var venju samkvæmt í byrjunarliði Portand.
Dagný var venju samkvæmt í byrjunarliði Portand. vísir/getty

Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn fyrir Portland Thorns sem vann 3-0 sigur á Chicago Red Stars í bandarísku úrvalsdeildinni í kvöld.


Með sigrinum náði Portland fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar. North Carolina Courage, sem er í 2. sætinu, á tvo leiki til góða á Portland.

Margaret Purce skoraði tvö mörk fyrir Portland og fyrirliðinn Christine Sinclair eitt.

Dagný hefur leikið 16 af 19 deildarleikjum Portland á tímabilinu og skorað eitt mark.

Hún heldur nú heim til Íslands vegna fyrstu leikja landsliðsins í undankeppni EM 2021.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.