Tónlist

Herra Hnetusmjör þakkaði Nýdönsk fyrir að hita upp fyrir sig

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Herra Hnetusmjör tróð upp í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt.
Herra Hnetusmjör tróð upp í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. vísir/vilhelm

Rapparinn Herra Hnetusmjör sló botninn í Garðpartý Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt.

Áður en hann renndi sér í nokkra af sínum helstu slögurum þakkaði hann hljómsveitinni Nýdönsk fyrir að hita upp fyrir sig en bandið spilaði á undan Herranum í partýinu.

Herra Hnetusmjör tók mörg af sínum helstu lögum, þar á meðal Keyra, Upp til hópa og sumarsmellinn Fataskáp afturí. Þá steig Huginn einnig á svið og söng meðal annars með Herra Hnetusmjör í lögunum Sorry mamma og Klakar.

Tónleikana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.