Tónlist

Herra Hnetusmjör þakkaði Nýdönsk fyrir að hita upp fyrir sig

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Herra Hnetusmjör tróð upp í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt.
Herra Hnetusmjör tróð upp í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. vísir/vilhelm
Rapparinn Herra Hnetusmjör sló botninn í Garðpartý Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt.

Áður en hann renndi sér í nokkra af sínum helstu slögurum þakkaði hann hljómsveitinni Nýdönsk fyrir að hita upp fyrir sig en bandið spilaði á undan Herranum í partýinu.

Herra Hnetusmjör tók mörg af sínum helstu lögum, þar á meðal Keyra, Upp til hópa og sumarsmellinn Fataskáp afturí. Þá steig Huginn einnig á svið og söng meðal annars með Herra Hnetusmjör í lögunum Sorry mamma og Klakar.

Tónleikana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×