Sport

Guðmundur og Glúmur heimsmeistarar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur með gullmedalíuna.
Guðmundur með gullmedalíuna. mynd/eiðfaxi/gísli guðjónsson

Íslendingar halda áfram að vinna til gullverðlauna á HM íslenska hestsins í Berlín.

Guðmundur Björgvinsson á Glúmi frá Þóroddsstöðum vann gull í 250 metra skeiði. Tími þeirra var 21,80 sekúndur.

Guðmundur er ekki hættur en hann ætlar sér að vinna til verðlauna í 100 metra skeiði eins og hann sagði í viðtali við Eiðfaxa.
Guðmundur og Glúmur hafa náð framúrskarandi árangri í 100 metra skeiði. Íslandsmet þeirra frá 2017, 7,08 sekúndur, stendur enn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.