Sport

Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í dag.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann til gullverðlauna í dag. mynd/frí

Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær.

Ísland endaði með 430 stig, þremur stigum meira en Serbía, sem leiddi eftir fyrsta daginn. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn í lokagreininni í kvöld.

Þetta var tveggja hesta kapphlaup því Bosnía og Hersegóvína var einungis með 385 stig í þriðja sætinu. Frábær árangur Íslands sem er því komið upp um deild.Benjamín Jóhann Johnsen náði þriðja sætinu í stangarstökki karla á sínum besta stökki og Vigdís Jónsdóttir náði einnig í brons í sleggjukasti kvenna.

María Rún Gunnlaugsdóttir lenti í 2. sæti í 100 metra grindarhlaupi kvenna er hún kom í mark á sínum besta tíma, 14,21. Erna Sóley Gunnarsdóttir fékk brons í kúluvarpi.

Dagbjartur Daði Jónsson kastaði þriðja lengst í spjótkasti karla en María Rún vann einnig til verðlauna í hástökki kvenna. Hún hoppaði 1,75 sem var hennar besti árangur og það tryggði henni brons.

Aníta Hinriksdóttir lenti í 2. sæti í 1500 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark fjórum sekúndum á eftir Teodora Simovic frá Króatíu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann gull í 200 metra hlaupi kvenna.

Kolbeinn Höður Gunnarsson fékk silfur í 200 metra hlaupi karla og Birna Kristín Kristjánsdóttir brons í hástökki kvenna. Hlynur Andrésson var annar í 3000 metra hlaupi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.