Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Sylvía Hall skrifar 13. ágúst 2019 14:45 Arndís Hrönn Egilsdóttir og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum. Héraðið Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum. Alþjóðleg frumsýning myndarinnar verður því á hátíðinni en hún verður frumsýnd hér á landi þann 14. ágúst. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar og segir leikstjóri myndarinnar það vera mikinn heiður að fá að frumsýna myndina á alþjóðavettvangi á hátíðinni. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.” segir Grímur. Með í för á hátíðinni verður aðalleikkona myndarinnar, Arndís Hrönn Egilsdóttir, sem og framleiðandinn Grímar Jónsson og aðrir aðstandendur myndarinnar. Myndin hefur nú þegar verið seld til þrjátíu landa og segir Grímur aðalmarkmiðið vera að selja hana til Bandaríkjanna. Þar muni Toronto-hátíðin koma sterk inn. „Svo er maður auðvitað spenntur að sýna hana í fyrsta skipti á erlendri grundu. Ég var koma frá Búðardal þar sem við sýndum myndina fyrir fullu húsi a sunnudagskvöldið. Stemmningin var mjög góð í salnum og það var hlegið mun meira en ég bjóst við. Svo er frumsýning í Háskólabíói í kvöld og á morgun fer hún í almennar sýningar.“ Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr Héraðinu. Bíó og sjónvarp Kanada Menning Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum. Alþjóðleg frumsýning myndarinnar verður því á hátíðinni en hún verður frumsýnd hér á landi þann 14. ágúst. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar og segir leikstjóri myndarinnar það vera mikinn heiður að fá að frumsýna myndina á alþjóðavettvangi á hátíðinni. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.” segir Grímur. Með í för á hátíðinni verður aðalleikkona myndarinnar, Arndís Hrönn Egilsdóttir, sem og framleiðandinn Grímar Jónsson og aðrir aðstandendur myndarinnar. Myndin hefur nú þegar verið seld til þrjátíu landa og segir Grímur aðalmarkmiðið vera að selja hana til Bandaríkjanna. Þar muni Toronto-hátíðin koma sterk inn. „Svo er maður auðvitað spenntur að sýna hana í fyrsta skipti á erlendri grundu. Ég var koma frá Búðardal þar sem við sýndum myndina fyrir fullu húsi a sunnudagskvöldið. Stemmningin var mjög góð í salnum og það var hlegið mun meira en ég bjóst við. Svo er frumsýning í Háskólabíói í kvöld og á morgun fer hún í almennar sýningar.“ Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr Héraðinu.
Bíó og sjónvarp Kanada Menning Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira