Sport

Kristján Viggó Norðurlandameistari U20

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján í eldlínunni í mynd.
Kristján í eldlínunni í mynd. mynd/frí

Fyrri dagurinn á Norðurlandamótinu nítján ára og yngri fór fram í dag en Ísland skipar sameiginlegu liði með Dönum. Svíþjóð, Noregur og Finnland eru einnig með á mótinu.

Kristján Viggó Sigfinnsson gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í hástökki. Hann stökk 2,13 metra sem er tíu sentímetra bæting.

Hann vann ekki bara til gullverðlauna heldur jafnaði einnig piltamet 16-17 ára sem hafði staðið síðan 1997. Það var Einar Karl Hjartarson sem á netið með Kristjáni.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir fékk silfur í 100 metra hlaupi og Hinrik Snær Steinsson kom einnig annar í mark í 400 metra hlaupi.

Enn eitt silfrið féll í hlut Íslands í 400 metra hlaupi stúlkna er Þórdís Eva Steinsdóttir kom í mark á sínum besta tíma, 55,46 sekúndum.

Katla Rut Robertsdóttir Kluvers var í sama hlaupi og Þórdís en Katla varð sú áttunda. Birna Kristín Kristjánsdóttir fékk svo fjórðu silfurverðlaun dagsins í langstökki þegar hún stökk 6,01 metra.

Ísland fékk svo brons í 4x100 metra boðhlaupi. Sveitina skipuðu Birna Kristín, Þórdís Eva, Katla Rut og Guðbjörg Jóna. Tími þeirra var 47,48 sekúndur.

Sigursteinn Ásgeirsson varð sjöundi í kúluvarpi en Valdimar Hjalti Erlendsson hætti eftir tvö köst til þess að spara sig fyrir kringlukastið á morgun.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir þurfti því miður að hætta keppni í sleggjukastinu vegna meiðsla. Hún átti aðeins eitt kast sem var ekki gilt.

Síðari dagurinn hefst svo klukkan átta í fyrramálið þar sem úrslit ráðast í fleiri greinum og heildarkeppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.