Öfgahægrimenn og andfasistar tókust á í Portland Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 09:23 Stoltu strákarnir stinga niður fána í almenningsgarði í Portland í gær. Yfirskrift samkomunnar var Bindum endi á innlend hryðjuverk. AP/Noah Berger Lögreglan í Portland í Oregon í Bandaríkjunum handtók þrettán manns þegar hægriöfgahópar gengu fylktu liði um miðbæinn og hópar andfasista mótmæltu þeim. Til einhverra átaka kom á milli hópanna tveggja annars vegar og á milli andfasista og lögreglumanna hins vegar. Hundruð stuðningsmanna hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ gengu um götur borgarinnar í gær. Svipaður fjöldi öfgavinstrimanna úr hópum svonefndra andfasista eða antifa kom saman til að mótmæla hægriöfgamönnunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þegar mest lét er áætlað að um 1.200 manns úr báðum fylkingum hafi verið í miðborginni. AP-fréttastofan segir að samkoman hafi að mestu leyti verið friðsöm en til einhverra skæra hafi komið á milli fylkinganna. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa særst og einn var fluttur á slysadeild. Lögreglumenn lögðu hald á ýmis konar vopn frá mismunandi hópum, þar á meðal úðabrúsa, skildi, málm- og tréstangir, hnífa og rafbyssu. Portland hefur verið vettvangur ítrekaðra átaka á milli öfgahægri- og vinstrihópa undanfarin misseri. Til átaka kom á samkomu þar í júlí í fyrra.Félagar í Stoltu strákunum ganga yfir Hawthorne-brúna í Portland í gær. Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu þeirra, er með græna derhúfu öfugt á höfðinu.AP/Noah BergerTed Wheeler, borgarstjóri Portland, sagði hægriöfgahópana óvelkomna til borgarinnar og tengdi þá við uppgang hreyfingar hvítra þjóðernissinna og vaxandi ótta á meðal almennings, að sögn AP-fréttastofunnar. „Portland sem afar framsækið samfélag verður alltaf í eða við framlínuna í þessari baráttu,“ sagði Wheeler. Áður en mótmælin hófust hótaði Donald Trump forseti því að láta skilgreina andfasistahreyfinguna sem hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að vanmeta og gera lítið úr hættunni sem steðji af uppgangi hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum og ofbeldi undanfarna mánuði og ár.Major consideration is being given to naming ANTIFA an “ORGANIZATION OF TERROR.” Portland is being watched very closely. Hopefully the Mayor will be able to properly do his job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2019 AP-fréttastofan hefur eftir leiðtogum öfgahægrihópanna að þeir ætli að snúa aftur til Portland svo lengi sem andfasistahreyfingin er virk þar. Þeir töldu tíst Trump forseta til marks um að þeir hefðu náð árangri. „Kíkið á Twitter-síðu Trump forseta. Hann talaði um Portland, sagði að hann fylgdist með antifa. Það er allt sem við vildum,“ sagði Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu hægriöfgamannanna við staðarblaðið The Oregonian. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægriöfgamenn telja Trump forseta vera málstað sínum til framdráttar. Leiðtogar hvítra þjóðernissinna fögnuðu viðbrögðum forsetans við samkomu þeirra í borginni Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017 þar sem nýnasisti ók meðal annars inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést. Trump þráaðist framan af við að fordæma hópa hægriöfgamanna sérstaklega áður en hann lét undan. Skömmu síðar fordæmdi hann hins vegar einnig þá sem höfðu komið til Charlottesville til að mótmæla hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum. Sagði hann þá að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingunum í Charlottesville.Lögreglumenn og grímuklæddir mótmælendur úr röðum andfasista mætast á götum Portland.AP/Noah Berger Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Lögreglan í Portland í Oregon í Bandaríkjunum handtók þrettán manns þegar hægriöfgahópar gengu fylktu liði um miðbæinn og hópar andfasista mótmæltu þeim. Til einhverra átaka kom á milli hópanna tveggja annars vegar og á milli andfasista og lögreglumanna hins vegar. Hundruð stuðningsmanna hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ gengu um götur borgarinnar í gær. Svipaður fjöldi öfgavinstrimanna úr hópum svonefndra andfasista eða antifa kom saman til að mótmæla hægriöfgamönnunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þegar mest lét er áætlað að um 1.200 manns úr báðum fylkingum hafi verið í miðborginni. AP-fréttastofan segir að samkoman hafi að mestu leyti verið friðsöm en til einhverra skæra hafi komið á milli fylkinganna. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa særst og einn var fluttur á slysadeild. Lögreglumenn lögðu hald á ýmis konar vopn frá mismunandi hópum, þar á meðal úðabrúsa, skildi, málm- og tréstangir, hnífa og rafbyssu. Portland hefur verið vettvangur ítrekaðra átaka á milli öfgahægri- og vinstrihópa undanfarin misseri. Til átaka kom á samkomu þar í júlí í fyrra.Félagar í Stoltu strákunum ganga yfir Hawthorne-brúna í Portland í gær. Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu þeirra, er með græna derhúfu öfugt á höfðinu.AP/Noah BergerTed Wheeler, borgarstjóri Portland, sagði hægriöfgahópana óvelkomna til borgarinnar og tengdi þá við uppgang hreyfingar hvítra þjóðernissinna og vaxandi ótta á meðal almennings, að sögn AP-fréttastofunnar. „Portland sem afar framsækið samfélag verður alltaf í eða við framlínuna í þessari baráttu,“ sagði Wheeler. Áður en mótmælin hófust hótaði Donald Trump forseti því að láta skilgreina andfasistahreyfinguna sem hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að vanmeta og gera lítið úr hættunni sem steðji af uppgangi hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum og ofbeldi undanfarna mánuði og ár.Major consideration is being given to naming ANTIFA an “ORGANIZATION OF TERROR.” Portland is being watched very closely. Hopefully the Mayor will be able to properly do his job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2019 AP-fréttastofan hefur eftir leiðtogum öfgahægrihópanna að þeir ætli að snúa aftur til Portland svo lengi sem andfasistahreyfingin er virk þar. Þeir töldu tíst Trump forseta til marks um að þeir hefðu náð árangri. „Kíkið á Twitter-síðu Trump forseta. Hann talaði um Portland, sagði að hann fylgdist með antifa. Það er allt sem við vildum,“ sagði Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu hægriöfgamannanna við staðarblaðið The Oregonian. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægriöfgamenn telja Trump forseta vera málstað sínum til framdráttar. Leiðtogar hvítra þjóðernissinna fögnuðu viðbrögðum forsetans við samkomu þeirra í borginni Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017 þar sem nýnasisti ók meðal annars inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést. Trump þráaðist framan af við að fordæma hópa hægriöfgamanna sérstaklega áður en hann lét undan. Skömmu síðar fordæmdi hann hins vegar einnig þá sem höfðu komið til Charlottesville til að mótmæla hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum. Sagði hann þá að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingunum í Charlottesville.Lögreglumenn og grímuklæddir mótmælendur úr röðum andfasista mætast á götum Portland.AP/Noah Berger
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“