Bíó og sjónvarp

Nýir He-Man þættir væntanlegir á Netflix

Andri Eysteinsson skrifar
Kevin Smith hefur máttinn.
Kevin Smith hefur máttinn. Getty/Rich Polk

Netflix hefur tilkynnt að ný He-Man þáttaröð sé væntanleg á streymisveituna. Þáttaröðin verður unnin í samstarfi við kvikmyndagerðarmanninn og grínistann Kevin Smith. Þættirnir eru byggðir á He-Man sem framleitt var af leikfangaframleiðandanum Mattel.

Nýja teiknimyndaþáttaröðin mun bera heitið Masters of the Universe: Revelation og mun gerast eftir endalok upprunalegu þáttanna sem runnu sitt skeið árið 1985. Kvikmynd um He-Man með Dolph Lundgren í hlutverki He-Man/Adams prins, var gerð árið 1987.
„Ég verð ævinlega þakklátur Mattel TV og Netflix fyrir að treysta mér fyrir leyndarmálum Grayskull og öllum He-Man heiminum,“ sagði Smith.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.