Bíó og sjónvarp

Baltasar og Nikolaj Coster-Waldau borðuðu saman á Matarkjallaranum

Andri Eysteinsson skrifar
Coster-Waldau lék Jaime Lannister í Game of Thrones.
Coster-Waldau lék Jaime Lannister í Game of Thrones. Getty/Jeff Kravitz

Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau hefur undanfarna daga dvalið hér á landi. Íslandsvinurinn Coster-Waldau er einn þekktasti leikari Danmerkur og hefur undanfarin ár gert garðinn frægan í hlutverki riddarans Jaime Lannister í HBO þáttunum Game of Thrones sem sýndir voru á Stöð 2.

Á Instagramsíðu sinni birti Daninn myndband þar sem hann útlistaði ferðaplan næstu vikna. Sagðist hann verða á landinu í viku áður en hann héldi til Grænlands og þaðan væri förinni heitið á myndasöguhátíðina Bubbafest í Knoxville í Tennessee.

 
 
 
View this post on Instagram
Bubbafest.com
A post shared by Nikolaj Coster-Waldau (@nikolajwilliamcw) on

Ekki er um að ræða fyrstu Íslandsheimsókn danans en hann hefur sótt landið heim í frítíma sínum í tvígang hið minnsta. Fyrst árið 2017 og aftur fyrr á þessu ári.

Síðasta fimmtudagskvöld sást til leikarans snæða á veitingastaðnum Restó á Rauðarárstíg. Þar tók hann sér tíma til að taka af sér mynd ásamt starfsfólki staðarins og aðdáendum, ekki liggur fyrir hvort Coster-Waldau hafi verið enn á ferð.

Coster-Waldau var þó ekki einn á ferð er hann sótti Matarkjallarann heim á föstudagskvöld. Samkvæmt heimildum Vísis sat hann þar og naut kvöldsins með leikstjóranum Baltasar Kormáki.

Í svari við fyrirspurn Vísis um hvort samstarf á milli Baltasars og Coster-Waldau væri á döfinni, kvaðst Baltasar Kormákur ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Nikolaj Coster-Waldau á Íslandi

Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem er þekktastur fyrir að leika Jaime Lannister í Game of Thrones, er staddur á Íslandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.