Segir gagnrýni á áttundu þáttaröð Game of Thrones kjánalega Andri Eysteinsson skrifar 15. júlí 2019 11:00 Nikolaj Coster-Waldau (hægri) lék hlutverk Jaime Lannister í þáttunum vinsælu. Getty/ Danielle Del Valle Áttunda og jafnframt síðasta þáttaröð HBO þáttanna Game of Thrones, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr á árinu, var harðlega gagnrýnd af aðdáendum víða sem sökuðu mennina að baki þáttunum um áhugaleysi og skemmdarverk. Gengu aðdáendur svo langt að sett var af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað var á HBO að taka þættina úr birtingu, skrifa handritið upp á nýtt og gefa út nýja þætti. Leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem lék Jaime Lannister, gefur lítið fyrir slíka gagnrýni á þáttaröðina og þá DB Weiss og Dan Benoiff. Daninn Coster-Waldau var gestur á ráðstefnunni Con of Thrones í Nashville í Tennessee á dögunum, ásamt fleiri leikurum úr þáttunum. Um gagnrýni sem þáttaröðin, Weiss og Benioff hafa hlotið sagði Costar-Waldau: „Að nokkur skuli halda að mennirnir sem sköpuðu þættina sé ekki þeir ástríðufyllstu í ferlinu. Að halda að þeir hafi helgað þáttunum 10 ár af sínu lífi án þess að haf leitt hugan að því hvernig þættirnir skyldu enda er kjánalegt,“ sagði Coster-Waldau og bætti við að allir sem unnu að þáttunum hafi gefið allt sitt í verkefnið, til þess að búa til eins góða þætti og mögulegt var.Sjá má umræður Coster-Waldau, Jerome Flynn (Bronn), Hönnuh Murray (Gilly), og Miltos Yerolemou (Syrio Forel), í spilaranum hér að neðan. Ummælin sem vísað er til í fréttinni heyrast eftir rúma 21 mínútu. Game of Thrones Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Áttunda og jafnframt síðasta þáttaröð HBO þáttanna Game of Thrones, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr á árinu, var harðlega gagnrýnd af aðdáendum víða sem sökuðu mennina að baki þáttunum um áhugaleysi og skemmdarverk. Gengu aðdáendur svo langt að sett var af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað var á HBO að taka þættina úr birtingu, skrifa handritið upp á nýtt og gefa út nýja þætti. Leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem lék Jaime Lannister, gefur lítið fyrir slíka gagnrýni á þáttaröðina og þá DB Weiss og Dan Benoiff. Daninn Coster-Waldau var gestur á ráðstefnunni Con of Thrones í Nashville í Tennessee á dögunum, ásamt fleiri leikurum úr þáttunum. Um gagnrýni sem þáttaröðin, Weiss og Benioff hafa hlotið sagði Costar-Waldau: „Að nokkur skuli halda að mennirnir sem sköpuðu þættina sé ekki þeir ástríðufyllstu í ferlinu. Að halda að þeir hafi helgað þáttunum 10 ár af sínu lífi án þess að haf leitt hugan að því hvernig þættirnir skyldu enda er kjánalegt,“ sagði Coster-Waldau og bætti við að allir sem unnu að þáttunum hafi gefið allt sitt í verkefnið, til þess að búa til eins góða þætti og mögulegt var.Sjá má umræður Coster-Waldau, Jerome Flynn (Bronn), Hönnuh Murray (Gilly), og Miltos Yerolemou (Syrio Forel), í spilaranum hér að neðan. Ummælin sem vísað er til í fréttinni heyrast eftir rúma 21 mínútu.
Game of Thrones Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira