Íslenski boltinn

Sjöundi sigur Þróttar í röð | Hafnarfjarðarliðin unnu bæði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Linda Líf Boama kom Þrótti á bragðið gegn Aftureldingu.
Linda Líf Boama kom Þrótti á bragðið gegn Aftureldingu. mynd/mummi lú

Staðan á toppi Inkasso-deildar kvenna er óbreytt eftir leiki kvöldsins. Þróttur R. er enn með eins stigs forskot á FH.

Þróttur vann 2-0 sigur á Aftureldingu á heimavelli. Þetta var sjöundi sigur Þróttara í röð. Linda Líf Boama og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir skoruðu mörk þeirra.

Afturelding, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er í 5. sæti deildarinnar.

Birta Stefánsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar FH bar sigurorð af botnliði ÍR, 0-1. ÍR-ingar eru með eitt stig á botni deildarinnar.

Haukar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir báru sigurorð af ÍA, 4-1, á Ásvöllum.

Vienna Behnke skoraði tvö mörk fyrir Hauka og Sæunn Björnsdóttir og Kristín Fjóla Sigþórsdóttir sitt markið hvor. Haukar eru í 4. sæti deildarinnar.

Andrea Magnúsdóttir skoraði mark Skagakvenna sem eru í 6. sæti.

Þá gerðu Grindavík og Fjölnir 1-1 jafntefli suður með sjó. Grindvíkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 15 stig, tveimur stigum meira og tveimur sætum ofar en Fjölniskonur.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.