Íslenski boltinn

Sjöundi sigur Þróttar í röð | Hafnarfjarðarliðin unnu bæði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Linda Líf Boama kom Þrótti á bragðið gegn Aftureldingu.
Linda Líf Boama kom Þrótti á bragðið gegn Aftureldingu. mynd/mummi lú
Staðan á toppi Inkasso-deildar kvenna er óbreytt eftir leiki kvöldsins. Þróttur R. er enn með eins stigs forskot á FH.

Þróttur vann 2-0 sigur á Aftureldingu á heimavelli. Þetta var sjöundi sigur Þróttara í röð. Linda Líf Boama og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir skoruðu mörk þeirra.

Afturelding, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er í 5. sæti deildarinnar.

Birta Stefánsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar FH bar sigurorð af botnliði ÍR, 0-1. ÍR-ingar eru með eitt stig á botni deildarinnar.

Haukar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir báru sigurorð af ÍA, 4-1, á Ásvöllum.

Vienna Behnke skoraði tvö mörk fyrir Hauka og Sæunn Björnsdóttir og Kristín Fjóla Sigþórsdóttir sitt markið hvor. Haukar eru í 4. sæti deildarinnar.

Andrea Magnúsdóttir skoraði mark Skagakvenna sem eru í 6. sæti.

Þá gerðu Grindavík og Fjölnir 1-1 jafntefli suður með sjó. Grindvíkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 15 stig, tveimur stigum meira og tveimur sætum ofar en Fjölniskonur.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×