Björgvin Karl Guðmundsson tók þriðja sætið á heimsleikunum í CrossFit sem kláruðust í dag. Björgvin sat í þriðja sæti fyrir síðustu æfingu dagsins og þurfti að klára á undan Scott Panchik til þess að halda þriðja sætinu.
Björgvin var strax á meðal fremstu manna í þessari síðustu æfingu og náði að halda því í gegnum hana. Það var aftur á móti ríkjandi heimsmeistari, Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser, sem sigraði heimsleikana í karlaflokki.
Björgvin Karl tekur brons á heimsleikunum

Tengdar fréttir

Annie segir endalok sín á heimsleikunum eins sorgleg og hugsast getur
Segir fyrirkomulag keppninnar í ár ákveðin vonbrigði.

Katrín klárar í fjórða sæti
Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni.

Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit
Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit.