Enski boltinn

Bruno Fernandes nálgast Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno í leik með Sporting.
Bruno í leik með Sporting. vísir/getty
Miðjumaðurinn Bruno Fernandes er við það að ganga í raðir Manchester United frá Sporting Lisbon en blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greindi frá þessu í gær.

Félögin eru talin hafa komist að samkomulagi um kaupverð á miðjumanninum kná en þessi 24 ára gamli gekk í raðir Sporting frá Sampdoria árið 2017.

Síðan þá hefur hann leikið 106 leiki og skorað í þeim 46 mörk sem er ansi gott fyrir miðjumann en síðasta tímabil var ótrúlegt hjá honum.







Miðjumaðurinn skoraði tuttugu mörk og lagði upp þrettán önnur mörk. Ótrúleg tölfræði fyrir miðjumann.

Blaðamaðurinn David Amoyal segir frá því að kaupverðið sé í kringum 70 milljónir punda en tíu prósent af verðmiðanum fari svo til Sampdoria.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×