Batman átti að horfast í augu við eigin geðveiki í mynd Ben Affleck Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 16:34 Ben Affleck í gervi Batmans. Warner Bros. Von er á nýrri Batman-mynd árið 2021 þar sem Robert Pattinson mun leika auðjöfurinn Bruce Wayne sem lemur á glæpamönnum í Gotham-borg í gervi leðurblöku. Það var hins vegar ekki upprunalega áætlun Warner Bros.-myndversins sem hafði ráðið Ben Affleck til að leika Bruce Wayne í þriðja sinn ásamt því að leikstýra myndinni. Ben Affleck lék Bruce Wayne í myndunum Batman v Superman: Dawn of Justice og í Justice League. Þar barðist leðurblökumaðurinn við hlið annarra ofurhetja en í næstu mynd átti hann að vera einn síns liðs og er handritið sem Affleck skrifaði nokkuð forvitnilegt. Affleck sagði sig hins vegar alfarið frá myndinni í janúar síðastliðnum og var tilkynnt að Matt Reeves tæki við sem leikstjóri. Affleck hafði ráðið kvikmyndatökumanninn Robert Richardson til að skjóta Batman-myndina sem Affleck átti að leikstýra. Richardson þessi mætti í Happy Sad Confused-hlaðvarpið fyrir skemmstu þar sem hann sagði handrit Affleck hafa verið fullklárað þegar hann sagði sig frá verkefninu. Richardson uppljóstraði að handritið hefði ekki beint verið elskað af þeim sem stóðu að framleiðslu myndarinnar. Richardson og Affleck höfðu áður unnið saman að myndinni Live by Night sem Affleck leikstýrði ásamt því að leika aðalhlutverkið. „Við höfðum handrit, sem féll ekki í kramið. Það þurfti að gera margt og hann reyndi að breyta því en ákvað síðan að hverfa á braut,“ sagði Richardson. Kvikmyndatökumaðurinn sagði handritið hafa innihaldið sögu af Batman sem gerðist í Arkham-geðveikrahælinu í Gotham-borg sem hýsir alla jafna flest af verstu illmennum borgarinnar. Þar átti Bruce Wayne að horfast í augu við eigin geðveiki. Richardson vill meina að handritið hafi dregið upp enn dekkri mynd af Bruce Wayne en áður hefur sést. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Von er á nýrri Batman-mynd árið 2021 þar sem Robert Pattinson mun leika auðjöfurinn Bruce Wayne sem lemur á glæpamönnum í Gotham-borg í gervi leðurblöku. Það var hins vegar ekki upprunalega áætlun Warner Bros.-myndversins sem hafði ráðið Ben Affleck til að leika Bruce Wayne í þriðja sinn ásamt því að leikstýra myndinni. Ben Affleck lék Bruce Wayne í myndunum Batman v Superman: Dawn of Justice og í Justice League. Þar barðist leðurblökumaðurinn við hlið annarra ofurhetja en í næstu mynd átti hann að vera einn síns liðs og er handritið sem Affleck skrifaði nokkuð forvitnilegt. Affleck sagði sig hins vegar alfarið frá myndinni í janúar síðastliðnum og var tilkynnt að Matt Reeves tæki við sem leikstjóri. Affleck hafði ráðið kvikmyndatökumanninn Robert Richardson til að skjóta Batman-myndina sem Affleck átti að leikstýra. Richardson þessi mætti í Happy Sad Confused-hlaðvarpið fyrir skemmstu þar sem hann sagði handrit Affleck hafa verið fullklárað þegar hann sagði sig frá verkefninu. Richardson uppljóstraði að handritið hefði ekki beint verið elskað af þeim sem stóðu að framleiðslu myndarinnar. Richardson og Affleck höfðu áður unnið saman að myndinni Live by Night sem Affleck leikstýrði ásamt því að leika aðalhlutverkið. „Við höfðum handrit, sem féll ekki í kramið. Það þurfti að gera margt og hann reyndi að breyta því en ákvað síðan að hverfa á braut,“ sagði Richardson. Kvikmyndatökumaðurinn sagði handritið hafa innihaldið sögu af Batman sem gerðist í Arkham-geðveikrahælinu í Gotham-borg sem hýsir alla jafna flest af verstu illmennum borgarinnar. Þar átti Bruce Wayne að horfast í augu við eigin geðveiki. Richardson vill meina að handritið hafi dregið upp enn dekkri mynd af Bruce Wayne en áður hefur sést.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira