Batman átti að horfast í augu við eigin geðveiki í mynd Ben Affleck Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 16:34 Ben Affleck í gervi Batmans. Warner Bros. Von er á nýrri Batman-mynd árið 2021 þar sem Robert Pattinson mun leika auðjöfurinn Bruce Wayne sem lemur á glæpamönnum í Gotham-borg í gervi leðurblöku. Það var hins vegar ekki upprunalega áætlun Warner Bros.-myndversins sem hafði ráðið Ben Affleck til að leika Bruce Wayne í þriðja sinn ásamt því að leikstýra myndinni. Ben Affleck lék Bruce Wayne í myndunum Batman v Superman: Dawn of Justice og í Justice League. Þar barðist leðurblökumaðurinn við hlið annarra ofurhetja en í næstu mynd átti hann að vera einn síns liðs og er handritið sem Affleck skrifaði nokkuð forvitnilegt. Affleck sagði sig hins vegar alfarið frá myndinni í janúar síðastliðnum og var tilkynnt að Matt Reeves tæki við sem leikstjóri. Affleck hafði ráðið kvikmyndatökumanninn Robert Richardson til að skjóta Batman-myndina sem Affleck átti að leikstýra. Richardson þessi mætti í Happy Sad Confused-hlaðvarpið fyrir skemmstu þar sem hann sagði handrit Affleck hafa verið fullklárað þegar hann sagði sig frá verkefninu. Richardson uppljóstraði að handritið hefði ekki beint verið elskað af þeim sem stóðu að framleiðslu myndarinnar. Richardson og Affleck höfðu áður unnið saman að myndinni Live by Night sem Affleck leikstýrði ásamt því að leika aðalhlutverkið. „Við höfðum handrit, sem féll ekki í kramið. Það þurfti að gera margt og hann reyndi að breyta því en ákvað síðan að hverfa á braut,“ sagði Richardson. Kvikmyndatökumaðurinn sagði handritið hafa innihaldið sögu af Batman sem gerðist í Arkham-geðveikrahælinu í Gotham-borg sem hýsir alla jafna flest af verstu illmennum borgarinnar. Þar átti Bruce Wayne að horfast í augu við eigin geðveiki. Richardson vill meina að handritið hafi dregið upp enn dekkri mynd af Bruce Wayne en áður hefur sést. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Von er á nýrri Batman-mynd árið 2021 þar sem Robert Pattinson mun leika auðjöfurinn Bruce Wayne sem lemur á glæpamönnum í Gotham-borg í gervi leðurblöku. Það var hins vegar ekki upprunalega áætlun Warner Bros.-myndversins sem hafði ráðið Ben Affleck til að leika Bruce Wayne í þriðja sinn ásamt því að leikstýra myndinni. Ben Affleck lék Bruce Wayne í myndunum Batman v Superman: Dawn of Justice og í Justice League. Þar barðist leðurblökumaðurinn við hlið annarra ofurhetja en í næstu mynd átti hann að vera einn síns liðs og er handritið sem Affleck skrifaði nokkuð forvitnilegt. Affleck sagði sig hins vegar alfarið frá myndinni í janúar síðastliðnum og var tilkynnt að Matt Reeves tæki við sem leikstjóri. Affleck hafði ráðið kvikmyndatökumanninn Robert Richardson til að skjóta Batman-myndina sem Affleck átti að leikstýra. Richardson þessi mætti í Happy Sad Confused-hlaðvarpið fyrir skemmstu þar sem hann sagði handrit Affleck hafa verið fullklárað þegar hann sagði sig frá verkefninu. Richardson uppljóstraði að handritið hefði ekki beint verið elskað af þeim sem stóðu að framleiðslu myndarinnar. Richardson og Affleck höfðu áður unnið saman að myndinni Live by Night sem Affleck leikstýrði ásamt því að leika aðalhlutverkið. „Við höfðum handrit, sem féll ekki í kramið. Það þurfti að gera margt og hann reyndi að breyta því en ákvað síðan að hverfa á braut,“ sagði Richardson. Kvikmyndatökumaðurinn sagði handritið hafa innihaldið sögu af Batman sem gerðist í Arkham-geðveikrahælinu í Gotham-borg sem hýsir alla jafna flest af verstu illmennum borgarinnar. Þar átti Bruce Wayne að horfast í augu við eigin geðveiki. Richardson vill meina að handritið hafi dregið upp enn dekkri mynd af Bruce Wayne en áður hefur sést.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira