Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi haldin á Miðbakkanum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. júlí 2019 13:37 Matarvagnar á Miðbakka. Facebook/Reykjavik Street Food Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september. Hátíðin fer fram á Miðbakkanum um helgina. Þar eru saman komnir helstu matarvagnar landsins ásamt söluaðilum sem selja götubita í gámum, vögnum eða tjöldum. „Samhliða henni erum við að halda fyrstu götubitakeppnina, það er í samstarfi við EuropeanStreetfood Awards. Hér eru 20 söluaðilar sem eru í vögnum, gámum og öðru slíku sem eru að selja götubita og við erum við sérstaka dómnefnd sem tekur út alla söluaðila og þeir munu velja besta götubitann og sá aðili sem ber sigur úr bítum fer og keppir fyrir Íslands hönd á ESA.“ Á götubitahátíðinni má finna allt frá pulsum yfir í humar. „Svo erum við með tvo bari, kokteilbar, við erum með gullvagninn sem er víking brugghús og bara almenn stemning.“ Þá segir hann sólarvörn staðalbúnað á Miðbakka í dag. „Núna er bara blankalogn og sól, það er algjör steik þannig að það þarf að koma bara á stuttermabolnum.“ Næsta sumar er markmiðið að hátíðin heimsæki helstu hverfi Reykjavíkur. „Í fyrra þá prófuðum við okkur aðeins áfram í Skeifunni en okkur hreinlega rigndi niður þar, ég held að við höfum fengið tvo sólardaga. En við gáfumst ekkert upp og planið er að næsta sumar tökum við helstu hverfin í Reykjavík og endum svo hér á Miðbakkanum og verðum aðeins lengur. Þannig að við erum bara rétt að byrja,“ sagði Róbert Aron Magnússon, framkvæmdarstjóri Reykjavík Street Food. Reykjavík Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Sjá meira
Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september. Hátíðin fer fram á Miðbakkanum um helgina. Þar eru saman komnir helstu matarvagnar landsins ásamt söluaðilum sem selja götubita í gámum, vögnum eða tjöldum. „Samhliða henni erum við að halda fyrstu götubitakeppnina, það er í samstarfi við EuropeanStreetfood Awards. Hér eru 20 söluaðilar sem eru í vögnum, gámum og öðru slíku sem eru að selja götubita og við erum við sérstaka dómnefnd sem tekur út alla söluaðila og þeir munu velja besta götubitann og sá aðili sem ber sigur úr bítum fer og keppir fyrir Íslands hönd á ESA.“ Á götubitahátíðinni má finna allt frá pulsum yfir í humar. „Svo erum við með tvo bari, kokteilbar, við erum með gullvagninn sem er víking brugghús og bara almenn stemning.“ Þá segir hann sólarvörn staðalbúnað á Miðbakka í dag. „Núna er bara blankalogn og sól, það er algjör steik þannig að það þarf að koma bara á stuttermabolnum.“ Næsta sumar er markmiðið að hátíðin heimsæki helstu hverfi Reykjavíkur. „Í fyrra þá prófuðum við okkur aðeins áfram í Skeifunni en okkur hreinlega rigndi niður þar, ég held að við höfum fengið tvo sólardaga. En við gáfumst ekkert upp og planið er að næsta sumar tökum við helstu hverfin í Reykjavík og endum svo hér á Miðbakkanum og verðum aðeins lengur. Þannig að við erum bara rétt að byrja,“ sagði Róbert Aron Magnússon, framkvæmdarstjóri Reykjavík Street Food.
Reykjavík Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Sjá meira