Juan Mata: Saga Man. Utd heimtar stóra titla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 13:00 Juan Mata með fyrirliðabandið í æfingarleik Manchester United á móti Leeds United á dögunum. Getty/Matthew Peters Juan Mata, miðjumaður Manchester United, veit að það gengur ekki að fara titlalausir í gegnum þriðja tímabilið í röð. Mata talar um að vinna stóra titla í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við vitum það að við þurfum að gera betur en á síðustu leiktíð,“ sagði hinn 31 árs gamli Juan Mata sem gerði nýjan tveggja ára samning við Manchester United í síðasta mánuði. „Þessi klúbbur hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað félag í Englandi,“ bætti Mata við. Manchester United hefur ekki unnið ensku deildina síðan 2013 sem var sama ár og Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins. Síðasti stóri titill félagsins vannst í maí 2017 þegar Jose Mourinho gerði United að Evrópudeildarmeisturum þremur mánuðum eftir að félagið vann enska deildabikarinn. „Það er einstök tilfinning sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Ég er ánægður með að vera hér áfram. Mig dreymir um að vinna stóra titla með þessu félagi. Það er það sem stuðningsmennirnir eiga skilið,“ sagði Mata við BBC."We know we have to do better than last season." Juan Mata says Manchester United's illustrious history demands they start winning "big trophies" More: https://t.co/1kcFIdQwdLpic.twitter.com/vAhjagN037 — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019Hann hafnaði freistandi tilboðum annars staðar frá því hann vildi spila áfram fyrir Manchester United. „Við viljum fara að vinna stóra titla á ný. Saga Man. Utd heimtar stóra titla,“ sagði Juan Mata. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem tryggði þeim þátttökurétt í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Bæði Mata og landi hans David de Gea ákváðu að gera nýja samninga við félagið en það er greinilegt á öllu að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ætlar að yngja upp í liðinu og fara að byggja upp framtíðarlið.Juan Mata fagna marki Mason Greenwood.Vísir/GettyEinn af ungu framtíðarmönnunum er hinn sautján ára gamli Mason Greenwood og Mata hrósar stráknum sem skoraði sigurmarkið í æfingarleik á móti Internazionale um helgina. „Mason hefur marga kosti og sá mikilvægasti er hugarfarið hans. Hann er hungraður í að bæta sinn leik og að gefa allt sitt til liðsins. Við erum ánægðir með að hann er finna sitt pláss í liðinu og fá meira sjálfstraust. Ég er viss um að hann muni skora mörg mörk fyrir þetta félag,“ sagði Juan Mata. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira
Juan Mata, miðjumaður Manchester United, veit að það gengur ekki að fara titlalausir í gegnum þriðja tímabilið í röð. Mata talar um að vinna stóra titla í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við vitum það að við þurfum að gera betur en á síðustu leiktíð,“ sagði hinn 31 árs gamli Juan Mata sem gerði nýjan tveggja ára samning við Manchester United í síðasta mánuði. „Þessi klúbbur hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað félag í Englandi,“ bætti Mata við. Manchester United hefur ekki unnið ensku deildina síðan 2013 sem var sama ár og Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins. Síðasti stóri titill félagsins vannst í maí 2017 þegar Jose Mourinho gerði United að Evrópudeildarmeisturum þremur mánuðum eftir að félagið vann enska deildabikarinn. „Það er einstök tilfinning sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Ég er ánægður með að vera hér áfram. Mig dreymir um að vinna stóra titla með þessu félagi. Það er það sem stuðningsmennirnir eiga skilið,“ sagði Mata við BBC."We know we have to do better than last season." Juan Mata says Manchester United's illustrious history demands they start winning "big trophies" More: https://t.co/1kcFIdQwdLpic.twitter.com/vAhjagN037 — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019Hann hafnaði freistandi tilboðum annars staðar frá því hann vildi spila áfram fyrir Manchester United. „Við viljum fara að vinna stóra titla á ný. Saga Man. Utd heimtar stóra titla,“ sagði Juan Mata. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem tryggði þeim þátttökurétt í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Bæði Mata og landi hans David de Gea ákváðu að gera nýja samninga við félagið en það er greinilegt á öllu að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ætlar að yngja upp í liðinu og fara að byggja upp framtíðarlið.Juan Mata fagna marki Mason Greenwood.Vísir/GettyEinn af ungu framtíðarmönnunum er hinn sautján ára gamli Mason Greenwood og Mata hrósar stráknum sem skoraði sigurmarkið í æfingarleik á móti Internazionale um helgina. „Mason hefur marga kosti og sá mikilvægasti er hugarfarið hans. Hann er hungraður í að bæta sinn leik og að gefa allt sitt til liðsins. Við erum ánægðir með að hann er finna sitt pláss í liðinu og fá meira sjálfstraust. Ég er viss um að hann muni skora mörg mörk fyrir þetta félag,“ sagði Juan Mata.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira