Sport

Haglabyssan lék í höndum Helgu og hún setti nýtt Íslandsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Efstu þrjár konur í kvennaflokki voru þær Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurland, María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Efstu þrjár konur í kvennaflokki voru þær Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurland, María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Mynd/Skotíþróttasamband Íslands - STI
Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands fór á kostum á Landsmóti Skotíþróttasmbands Íslands í haglabyssugreininni Skeet sem fór fram á Akranesi um helgina.

Helga Jóhannsdóttir setti þar nýtt Íslandsmet um leið og hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Helga fékk 101 stig en hún átti sjálf fyrra metið sem var 100 stig.

Í karlaflokki jafnaði svo Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmetið með því að fá 121 stig.

Í úrslitum í karlaflokki sigraði Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness með 53 stig, Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð annar með 51 stig og í þriðja sæti hafnaði Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 41 stig. Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar hlaut gullið í unglingaflokki en hann fékk 89 stig.

Í kvennakeppninni sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 39 stig, María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar varð önnur með 38 stig og í þriðja sæti Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 30 stig.

Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur (Sigurður Unnar Hauksson, Pétur T. Gunnarsson og Þorgeir Már Þorgeirsson) með 332 stig, önnur varð sveit Skotíþróttafélags Suðurlands (Hákon Þ. Svavarsson, Jakob Þ. Leifsson og Aðalsteinn Svavarsson) með 321 stig og í þriðja sæti sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar (Marinó Eggertsson, Hörður S. Sigurðsson og Arnfinnur A. Jónsson) með 299 stig.

Efstu menn í karlaflokki urðu Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness, Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur.Mynd/Skotíþróttasamband Íslands - STI



Fleiri fréttir

Sjá meira


×