Lífið

Sigrún Geirsdóttir synti Eyjasund fyrst kvenna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vel var tekið á móti Sigrúnu þegar hún synti í land eftir að hafa synt hið svokallaða Eyjasund fyrst kvenna.
Vel var tekið á móti Sigrúnu þegar hún synti í land eftir að hafa synt hið svokallaða Eyjasund fyrst kvenna. Aðsend mynd

Sigrún Þuríður Geirsdóttir synti fyrst kvenna hið svokallaða Eyjasund í nótt. Það tók hana aðeins 4 klukkustundir og 31 mínútu að synda rúmalega ellefu kílómetra leið. Sundið gekk afar vel og voru veðurskilyrði hagstæð.

Í tilkynningu frá Sigrúnu segir að fyrstu tvo klukkutímana hafi höfrungar fylgt henni eftir. Hún synti frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands og hóf sundið klukkan 01:10 í nótt frá Eiðinu á Heimaey.

„Mér leið mjög vel í byrjun sundsins en sjávarföllin, að sögn skipstjórans, voru einkennileg. Því í austurfallinu rak mig til vesturs en ekki austur. Mér varð óglatt og kastaði aðeins upp en annars leið mér ágætlega. Hausinn á mér var góður allan tímann og reyndi ég að hugsa alltaf jákvætt, ég söng í huganum og var alltaf að hugsa um hversu langt ég var komin miðað við önnur sund sem ég hef synt.“

Sigrún reyndi að vera jákvæð á meðan á sundinu stóð og söng í huganum. Aðsend mynd

Sigrún er fimmti Íslendingurinn til að synda Eyjasundið en fjölskylda og stuðningsmenn Sigrúnar tóku vel á móti henni þegar hún kom í land.

Sigrún er enginn nýgræðingur í sundinu en árið 2015 var hún fyrst íslensk kvenna til að synda yfir Ermasundið. 

Hún segist ætla synda þá leið á ný í september næstkomandi. Hún ætlar að synda boðsund í hópi afrekskvenna sem kalla sig Marglytturnar en þær vilja með sundinu vekja athygli á hnignandi lífríki sjávar vegna mengunar og safna um leið áheitum fyrir umhverfissamtökin Bláa herinn.

Vinkonur Sigrúnar mættu í Bítið í morgun til að ræða afrek hennar og starfsemi hóps afrekskvenna.


Tengdar fréttir

Skilja áhyggjurnar eftir í sjónum

Sex afrekskonur ætla að synda boðsund yfir Ermarsund í september. Markmiðið með sundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en ástand þess í Ermar­sundi er slæmt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.