Föstudagsplaylisti Sævars Markúsar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2019 14:30 Fögur kvikmyndatónlist, fágætar perlur og franskar sixtís söngkonur eru meðal þess sem má finna á lagalista Sævars. aðsend Sævar Markús, fatahönnuður sem spilar stundum plötur við sérstök tilefni, er mörgum kunnugur sem mikill gullgrafari meðal íslenskra tónlistaráhugamanna, en hann á umfangsmikið plötusafn og hefur verið iðinn við að grafa upp týnda mola frá gullöld tónlistarsögunnar og deila þeim meðal fólks. Hann segist sjálfur vera mikill safnari og safni mikið af plötum, bókum og antíkmunum af ýmsum toga. Lagasöfn sem Sævar hefur sett saman hafa gengið manna á milli á netinu, en þau eiga það flest sameiginlegt að vera uppfull af fágætum gersemum frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Drungalegar þjóðlagaperlur og skynvillupopp eru þar í fyrirrúmi. Svipaða sögu má segja um Spotify-lista sem Sævar setur saman í tómstundum, og sjaldheyrð lög sem hann hleður inn á Youtube-rásir sínar (sem má nálgast hér og hér). Þessa dagana vinnur hann að því að klára framleiðslu á fatalínu ásamt því að þróa þá næstu. „Ég mun stækka vöruúrval og svo verður einnig hægt að sérpanta flíkur sem verða aðeins sérgerðar. Einnig er verið að vinna að netverslun fyrir flíkurnar og fleira og svo önnur skemmtileg verkefni á teikniborðinu.“ Sævar er virtur fatahönnuður og hefur sem dæmi hannað kjóla fyrir heimsþekktu tónlistarkonuna Melody Prochet úr Melody’s Echo Chamber. Listann segir Sævar vera samansafn af lögum sem finna má í plötusafni sínu og hann hefur verið að hlusta á upp á síðkastið, bæði heima hjá sér og í vinnustofu sinni. „Samt sem áður er þetta bara brot af því, listinn hefði getað orðið mun lengri,“ segir Sævar en listinn er þó ríflegur, heil sjötíu lög. Hann bætir við að hann hafi safnað plötum frá ellefu ára aldri og þyki „fátt skemmtilegra en að rannsaka fyrri tímabil sögunnar, hvort sem það er þá tónlist, myndlist, fornmunir,“ eða þar fram eftir götunum. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sævar Markús, fatahönnuður sem spilar stundum plötur við sérstök tilefni, er mörgum kunnugur sem mikill gullgrafari meðal íslenskra tónlistaráhugamanna, en hann á umfangsmikið plötusafn og hefur verið iðinn við að grafa upp týnda mola frá gullöld tónlistarsögunnar og deila þeim meðal fólks. Hann segist sjálfur vera mikill safnari og safni mikið af plötum, bókum og antíkmunum af ýmsum toga. Lagasöfn sem Sævar hefur sett saman hafa gengið manna á milli á netinu, en þau eiga það flest sameiginlegt að vera uppfull af fágætum gersemum frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Drungalegar þjóðlagaperlur og skynvillupopp eru þar í fyrirrúmi. Svipaða sögu má segja um Spotify-lista sem Sævar setur saman í tómstundum, og sjaldheyrð lög sem hann hleður inn á Youtube-rásir sínar (sem má nálgast hér og hér). Þessa dagana vinnur hann að því að klára framleiðslu á fatalínu ásamt því að þróa þá næstu. „Ég mun stækka vöruúrval og svo verður einnig hægt að sérpanta flíkur sem verða aðeins sérgerðar. Einnig er verið að vinna að netverslun fyrir flíkurnar og fleira og svo önnur skemmtileg verkefni á teikniborðinu.“ Sævar er virtur fatahönnuður og hefur sem dæmi hannað kjóla fyrir heimsþekktu tónlistarkonuna Melody Prochet úr Melody’s Echo Chamber. Listann segir Sævar vera samansafn af lögum sem finna má í plötusafni sínu og hann hefur verið að hlusta á upp á síðkastið, bæði heima hjá sér og í vinnustofu sinni. „Samt sem áður er þetta bara brot af því, listinn hefði getað orðið mun lengri,“ segir Sævar en listinn er þó ríflegur, heil sjötíu lög. Hann bætir við að hann hafi safnað plötum frá ellefu ára aldri og þyki „fátt skemmtilegra en að rannsaka fyrri tímabil sögunnar, hvort sem það er þá tónlist, myndlist, fornmunir,“ eða þar fram eftir götunum.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira