Sport

Fury berst aftur í Las Vegas í september

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fury fagnar sigrinum á Tom Schwarz í síðasta mánuði.
Fury fagnar sigrinum á Tom Schwarz í síðasta mánuði. vísir/getty
Hnefaleikakappinn Tyson Fury snýr aftur í hringinn í september í Las Vegas. Þar mætir hann væntanlega Charles Martin, fyrrverandi heimsmeistara í þungavigt.

Fury sigraði Tom Schwarz í tveimur lotum í Las Vegas í síðasta mánuði. Það var fyrsti bardagi Furys eftir jafnteflið umdeilda við Deontay Wilder í desember á síðasta ári.

Fury og Wilder mætast öðru sinni 22. febrúar á næsta ári, líklega í Las Vegas.

Áðurnefndur Charles Martin var heimsmeistari í þungavigt í 85 daga í upphafi árs 2016. Aðeins einn, Tony Tucker, hefur verið heimsmeistari í þungavigt í styttri tíma en Martin.

Hann tapaði heimsmeistaratitlinum þegar hann laut í lægra haldi fyrir Anthony Joshua í apríl 2016. Það var hans fyrsta tap á ferlinum. Síðan þá hefur Martin unnið fjóra bardaga og tapað einum.

Fury hefur unnið alla bardaga sína á ferlinum fyrir utan bardagann gegn Wilder.

Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×