Gekk inn í hringinn eins og Apollo Creed Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2019 11:30 Fury var í miklu stuði í nótt. vísir/getty Englendingurinn Tyson Fury sigraði Þjóðverjann Tom Schwarz í þungavigtarbardaga þeirra í nótt. Þetta var í fyrsta sinn sem Fury berst í Las Vegas og fyrsti bardagi hans eftir að hann skrifaði undir risasamning við ESPN. Fury var í miklu stuði í nótt, gerði sitt til að skemmta áhorfendum í MGM Grand Garden Arena og varð vel ágengt. Hann leitaði í smiðju Apollos Creed úr Rocky-myndunum. Fury keppti í stuttubuxum í bandarísku fánalitunum og var með hatt og í slopp eins og Creed var í þegar hann gekk inn í salinn í nótt.Carl Weathers fór með hlutverk Apollos Creed fyrstu fjórum Rocky-myndunum.vísir/gettyInngöngulagið hans var „Living in America“ með James Brown, sama lag og var flutt fyrir bardagann örlagaríka milli Creeds og Ivans Drago í fjórðu Rocky-myndinni. Það var þó öllu minni dramatík í hringnum í Las Vegas í nótt. Fury var mun sterkari og vann með tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Eftir bardagann greip hann hljóðnema og söng Aerosmith-slagarann „I Don't Want to Miss a Thing“. Þetta var fyrsta tap Schwarz á ferlinum. Fury er hins vegar ósigraður. Hann vonast eftir öðru tækifæri til að berjast við Deontay Wilder en þeir gerðu umdeilt jafntefli í Staples Center í Los Angeles á síðasta ári. Fury tekur einn bardaga í haust en gæti mætt Wilder snemma á næsta ári. Box Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Englendingurinn Tyson Fury sigraði Þjóðverjann Tom Schwarz í þungavigtarbardaga þeirra í nótt. Þetta var í fyrsta sinn sem Fury berst í Las Vegas og fyrsti bardagi hans eftir að hann skrifaði undir risasamning við ESPN. Fury var í miklu stuði í nótt, gerði sitt til að skemmta áhorfendum í MGM Grand Garden Arena og varð vel ágengt. Hann leitaði í smiðju Apollos Creed úr Rocky-myndunum. Fury keppti í stuttubuxum í bandarísku fánalitunum og var með hatt og í slopp eins og Creed var í þegar hann gekk inn í salinn í nótt.Carl Weathers fór með hlutverk Apollos Creed fyrstu fjórum Rocky-myndunum.vísir/gettyInngöngulagið hans var „Living in America“ með James Brown, sama lag og var flutt fyrir bardagann örlagaríka milli Creeds og Ivans Drago í fjórðu Rocky-myndinni. Það var þó öllu minni dramatík í hringnum í Las Vegas í nótt. Fury var mun sterkari og vann með tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Eftir bardagann greip hann hljóðnema og söng Aerosmith-slagarann „I Don't Want to Miss a Thing“. Þetta var fyrsta tap Schwarz á ferlinum. Fury er hins vegar ósigraður. Hann vonast eftir öðru tækifæri til að berjast við Deontay Wilder en þeir gerðu umdeilt jafntefli í Staples Center í Los Angeles á síðasta ári. Fury tekur einn bardaga í haust en gæti mætt Wilder snemma á næsta ári.
Box Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira