Enski boltinn

Samningur á borðinu sem gerir de Gea launahæsta markmann heims

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David de Gea
David de Gea vísir/getty
Vonir Manchester United um að David de Gea skrifi undir nýjan langtímasamning við félagið verða sterkari með hverjum deginum.

Sky Sports greinir frá því í morgun að United sé með samningstilboð uppi á borðinu sem býður de Gea á milli 350 og 375 þúsund pund í vikulaun. Skrifi hann undir samninginn verður hann hæst launaði markvörður heims.

De Gea hefur verið orðaður frá Manchester United síðustu mánuði, meðal annars hafa Paris Saint-Germain, Juventus og Real Madrid sögð áhugasöm.

Ole Gunnar Solskjær ræddi við fjölmiðla í morgun og gaf í skyn að það væri frekar spurning um hvenær en hvort Spánverjinn skrifi undir nýjan samning.

„Hann spilar á morgun og vonandi náum við að komast að samkomulagi,“ sagði Solskjær en Manchester United mætir Leeds í æfingaleik í Ástralíu á morgun.

„Það er í höndum David og félagsins að tilkynna um þetta ef það gerist, ef og þegar.“

David de Gea hefur verið einn besti leikmaður United síðustu ár en átti á köflum erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og gerði nokkur mistök sem fengu mikla athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×