Enski boltinn

Samningur á borðinu sem gerir de Gea launahæsta markmann heims

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David de Gea
David de Gea vísir/getty

Vonir Manchester United um að David de Gea skrifi undir nýjan langtímasamning við félagið verða sterkari með hverjum deginum.

Sky Sports greinir frá því í morgun að United sé með samningstilboð uppi á borðinu sem býður de Gea á milli 350 og 375 þúsund pund í vikulaun. Skrifi hann undir samninginn verður hann hæst launaði markvörður heims.

De Gea hefur verið orðaður frá Manchester United síðustu mánuði, meðal annars hafa Paris Saint-Germain, Juventus og Real Madrid sögð áhugasöm.

Ole Gunnar Solskjær ræddi við fjölmiðla í morgun og gaf í skyn að það væri frekar spurning um hvenær en hvort Spánverjinn skrifi undir nýjan samning.

„Hann spilar á morgun og vonandi náum við að komast að samkomulagi,“ sagði Solskjær en Manchester United mætir Leeds í æfingaleik í Ástralíu á morgun.

„Það er í höndum David og félagsins að tilkynna um þetta ef það gerist, ef og þegar.“

David de Gea hefur verið einn besti leikmaður United síðustu ár en átti á köflum erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og gerði nokkur mistök sem fengu mikla athygli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.