Fótbolti

Strákarnir hans Heimis hleyptu spennu í einvígið gegn HJK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir er á sínu öðru tímabili með HB.
Heimir er á sínu öðru tímabili með HB. vísir/vilhelm

Færeyjameistarar HB gerðu 2-2 jafntefli við HJK í Þórshöfn í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Jafnteflið dugði strákunum hans Heimis Guðjónssonar skammt því þeir töpuðu fyrri leiknum í Helsinki, 3-0. Finnsku meistararnir unnu því einvígið, 5-2 samanlagt, og mæta annað hvort Suduva frá Litháen eða Rauðu Stjörnunni frá Serbíu í næstu umferð.

HB komst í 2-0 í leiknum í kvöld og þurfti þá aðeins eitt mark til að jafna einvígið. Það kom hins vegar ekki og gestirnir jöfnuðu með tveimur mörkum.

Sebastian Pingel kom HB yfir á 17. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Á 56. mínútu skoraði Lasse Andersen annað mark heimamanna eftir sendingu frá Símun Samuelsson, fyrrverandi leikmanni Keflavíkur.

Aðeins fjórum mínútum síðar minnkaði varamaðurinn Riku Riski muninn í 2-1 og einvíginu því nánast lokið. Hann skoraði svo annað mark á 77. mínútu og jafnaði í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins.

Brynjar Hlöðversson kom inn á sem varamaður hjá HB eftir að Riski skoraði sitt annað mark.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.