Erlent

Keyrði tvisvar á Eaton og nauðgaði henni

Sylvía Hall skrifar
Tilkynnt var um hvarf Eaton 2. júlí. Lík hennar fannst sex dögum síðar.
Tilkynnt var um hvarf Eaton 2. júlí. Lík hennar fannst sex dögum síðar. Vísir/AP
Maðurinn sem hefur játað á sig morðið á vísindakonunni Suzanne Eaton á grísku eyjunni Krít er sagður hafa keyrt á hana tvisvar þegar hún var úti að hlaupa. Hann hafi ákveðið að ráðast að henni til þess að misnota hana kynferðislega.

Á vef CNN er haft eftir lögreglustjóra á eyjunni að maðurinn hafi flutt Eaton meðvitundarlausa í skottið á bíl sínum og keyrt með hana í skotbyrgi úr seinni heimstyrjöldinni. Þar hafi hann síðar nauðgað henni.

Ekki er ljóst hvort Eaton hafi enn verið á lífi þegar maðurinn braut á henni kynferðislega. Hann skildi svo lík hennar eftir í skotbyrginu og lokaði fyrir loftbrunn byrgisins með trjádrumbi.

Maðurinn þekkti Eaton ekki fyrir árásina en hann er giftur tveggja barna faðir og á sveitabæ nærri vettvangi glæpsins. Hann neitaði í fyrstu að hafa verið nærri byrginu undanfarin mánuð sem vakti upp grunsemdir á meðal lögreglu.


Tengdar fréttir

Vísindakona fannst myrt í skotbyrgi nasista

Tilkynnt var um hvarf bandarísks sameindalíffræðings 2. júlí. Hún hafði farið út að hlaupa en kom aldrei aftur. Lík hennar fannst í skotbyrgi sem nasistar grófu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×